Sumaræfingar handboltans - skráning hafin

Handknattleiksdeild KA verður með sumaræfingar fyrir metnaðarfulla og öfluga krakka í sumar rétt eins og undanfarin ár. Æfingarnar eru samstarfsverkefni unglingaráðs og meistaraflokka KA og KA/Þórs og munu leikmenn meistaraflokka því aðstoða við æfingarnar og miðla af sinni þekkingu.

9. júní – 30. júní

7. fl kk og kvk (2011-2012) tvær æfingar í viku | 5.000 kr
6. fl kk og kvk (2009-2010) þrjár æfingar í viku | 9.000 kr
5. fl kk og kvk (2007-2008) þrjár æfingar í viku | 12.000 kr

14. júní - 30. júní

4. og 3. fl kk og kvk (2002-2006) þrjár æfingar í viku | 13.500 kr

Smelltu hér til að sjá sumaræfingarnar á Sportabler

Þá bjóðum við einnig upp á styrktaræfingar sem TFW líkt og undanfarin ár sér um. Þar þarf að skrá sig sérstaklega og verða þær í boði fyrir 3.–5. flokk allan júní og allan júlí, sem er nýbreytni.

Styrktaræfingarnar verða fjórum sinnum í viku fyrir 3. og 4. flokk og þá verður ein æfing í viku fyrir 5. flokk. Strákar og stelpur verða saman á æfingum.

Æfingar fyrir 3.-4. flokk verða í boði út júlí mánuð en sumarið skiptist í tvö tímabil og er hægt að skrá sig í eitt tímabil eða bæði. 5. flokkur verður hinsvegar einungis í júní mánuði.

Tímabil 1 (31. maí til 27. júní)
3.-4. flokkur fjórum sinnum í viku | 19.900 kr
5. flokkur einu sinni í viku | 5.900 kr

Tímabil 2 (28. júní til 24. júlí)
3.-4. flokkur fjórum sinnum í viku | 19.900 kr

Tímabil 1 og Tímabil 2 (31. maí til 24. júlí)
3.-4. flokkur fjórum sinnum í viku | 35.000 kr

Tímasetningar á æfingunum koma inn þegar nær dregur og verða breytilegar, en allar upplýsingar og skráning fer í gegnum sportabler.

Smelltu hér til að fara á Sportabler síðu TFW