19.04.2021
Við hjá FIMAK bjóðum foreldrum/forráðarmönnum að halda afmælisveislur fyrir börn í fimleikasalnum hjá okkur.
Ákveðið var að bjóða upp á þá nýjung að bjóða salinn til útleigu á fimmtudaginn 22.apríl eða sumardaginn fyrsta.
Laus eru tvö pláss þann dag.
Ef þið hafið áhuga á að nýta ykkur það endilega sendið okkur póst á afmæli@fimak.is eða hér í gegnum síðuna.
16.04.2021
Handboltaleikjaskóli KA hefst að nýju á sunnudaginn eftir covid pásu en skólinn er fyrir hressa krakka fædd 2015-2017. Viðtökurnar hafa verið frábærar og hefur heldur betur verið gaman að fylgjast með krökkunum kynnast handbolta á skemmtilegan hátt
15.04.2021
Æfingar byrja í dag fimmtudag 15 apríl með hefðbundnu sniði hjá öllum hópum. Vinsamlegast fylgist með tilkynningum á Sprotabler frá þjálfurum.
14.04.2021
Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn föstudaginn 30. apríl næstkomandi klukkan 20:00 í fundarsal félagsins í KA-Heimilinu. Þá munu aðalfundir handknattleiks-, blak-, júdó- og spaðadeildar fara fram dagana 29. og 30. apríl
13.04.2021
Meistaraflokkur KA í knattspyrnu stendur nú fyrir glæsilegu happdrætti þar sem verðmæti vinninga er yfir 1.500.000 krónum. Aðeins verður dregið úr seldum miðum og ansi miklar líkur á að hampa góðum vinning á sama tíma og þú leggur liðinu okkar lið fyrir komandi átök í sumar
09.04.2021
Valdimar Logi Sævarsson skrifaði á dögunum undir sinn fyrsta leikmannasamning við knattspyrnudeild KA en hann fagnaði einmitt 15 ára afmæli sínu á sama tíma
07.04.2021
Knattspyrnudeild KA samdi í dag við Dusan Brkovic og mun hann því styrkja lið okkar enn frekar fyrir komandi baráttu í Pepsi Max deildinni í sumar. Dusan er 32 ára gamall varnarmaður sem kemur frá Serbíu en hann á yfir 150 leiki í Ungverjalandi og varð meðal annars Ungverskur meistari árið 2014
01.04.2021
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í apríl innilega til hamingju.
30.03.2021
Unnur Ómarsdóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við KA/Þór og mun því leika með liðinu á komandi tímabili. Unnur sem er uppalin hjá KA/Þór snýr því aftur heim og verður virkilega gaman að sjá hana aftur í okkar búning í KA-Heimilinu
30.03.2021
Handknattleiksdeild KA gerði í dag samninga við þá Óðin Þór Ríkharðsson, Einar Rafn Eiðsson og Arnar Frey Ársælsson og munu þeir leika með liðinu á næsta tímabili. Samningarnir eru til tveggja ára og er ljóst að koma þeirra mun styrkja KA liðið enn frekar í baráttunni í Olísdeildinni