KA mætir Selfossi í dag (bein útsending)

Frá bikarnum í fyrra. Mynd Þórir Tryggva
Frá bikarnum í fyrra. Mynd Þórir Tryggva

Eftir nokkurt hlé á Olís deild karla halda KA strákarnir á Selfoss og mæta þar gríðarlega sterku liði heimamanna. Selfyssingar hafa verið á mikilli siglingu í deildinni, sitja þar í toppsætinu og aðeins tapað einu stigi.

Það er því ljóst að það er erfitt verkefni sem bíður okkar stráka í dag. Selfyssingar hafa verið duglegir að sýna frá leikjum sínum og það er engin undantekning hjá þeim í dag og verður hægt að horfa á útsendingu frá leiknum í spilaranum hér að neðan. Eins og áður segir þá hefst leikurinn klukkan 16:00.