KA/Þór hefur farið frábærlega af stað í Olís deild kvenna í vetur og er í 4. sæti deildarinnar eftir fyrstu sjö umferðirnar. Stelpurnar sækja topplið Vals heim að Hlíðarenda í dag klukkan 19:30 en einungis þremur stigum munar á liðunum.
Liðin mættust í fyrsta leik vetrarins og þá unnu Valskonur ansi sannfærandi sigur 19-25 eftir afar slaka byrjun okkar liðs. Jafnræði var með liðunum er leið á leikinn og vonandi að KA/Þór nái að halda í við hið sterka lið Vals í leik dagsins.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að drífa sig á leikinn og styðja stelpurnar til sigurs en fyrir þá sem ekki komast á Hlíðarenda þá er leikurinn í beinni útsendingu á Valur-TV.