Jóhannes Gunnar Bjarnason snýr aftur í þjálfun í vetur og verður í kringum 6. flokk karla ásamt Siguróla Magna Sigurðssyni. Jói Bjarna er líklega sigursælasti yngriflokkaþjálfari landsins og hann handsalaði samninginn í dag með Heimi Erni Árnasyni, formanni unglingaráðs KA, en saman unnu þeir 5 Íslandsmeistaratitla í yngri flokkunum.
Jói er ansi reyndur í þjálfarabransanum en hann hóf þjálfun árið 1979 þá aðeins 17 ára gamall og fagnar því 40 ára þjálfaraafmæli í ár. Þess má til gamans geta að Heimir Örn er fæddur árið 1979 og fagna þeir félagar því báðir stórum áfanga í ár.
Jói hefur á sínum tíma unnið ófáa Íslandsmeistaratitlana fyrir KA í yngri flokkum og eru þeir yfir 20 talsins. Árið 1994 og 1995 varð 6. flokkur KA undir hans stjórn Íslandsmeistari í A, B og C liðum sem er sögulegur árangur. Skemmtileg innslög um þann árangur má finna hér fyrir neðan.
Á árunum 2002-2005 stýrði Jói meistaraflokksliði KA og undir stjórn hans varð liðið Bikarmeistari árið 2004 og má sjá skemmtilegt innslag um það hér fyrir neðan.
Við bjóðum Jóa hjartanlega velkominn aftur í KA starfið og hvetjum að sjálfsögðu alla krakka sem hafa áhuga á að prófa handboltann til að kíkja á æfingar. Vetrartaflan fer af stað 26. ágúst næstkomandi en fram að því er æfingataflan svona:
Æfingar eftir vetrartöflu munu fara af stað mánudaginn 26. ágúst.
Flokkur | Mánud. | Þriðjud. | Miðvikud. | Fimmtud. | Föstud. |
6. fl KK | 13:00-14:00 | 13:00-14:00 | |||
5. fl KK | 11:15-12:15 | 11:15-12:15 | |||
4. fl KK | 20:15-21:15 | 20:00-21:00 | |||
3. fl KK | 20:15-21:15 | 20:00-21:00 | |||
6. fl KVK | 15:15-16:15 | 15:15-16:15 | |||
5. fl KVK | 15:15-16:15 | 15:15-16:15 | |||
3.-4. fl KVK | 19:30-20:30 | 17:00-18:00 |
Allar æfingar fara fram í KA-Heimilinu
Aldursskipting flokka:
6. flokkur: 2008 og 2009
5. flokkur: 2006 og 2007
4. flokkur: 2004 og 2005
3. flokkur: 2001 - 2003