Landsbankinn og Handknattleiksdeild KA gerðu á dögunum nýjan styrktarsamning. Það er ljóst að þessi samningur mun skipta gríðarlega miklu máli í handboltastarfinu en samningurinn nær bæði til karlaliðs KA sem og kvennaliðs KA/Þórs.
Á myndinni má sjá þá Hadd Júlíus Stefánsson formann Handknattleiksdeildar KA og Arnar Pál Guðmundsson útibússtjóra Landsbankans á Akureyri.