04.11.2016
U19 ára landslið karla og kvenna stóðu sig vel á NEVZA-mótunum í blaki sem fram fóru í Englandi í október.
26.10.2016
Fimm leikmenn frá KA eru farin á vit ævintýranna með U-19 ára landsliðunum á NEVZA mót í Kettering á Englandi. Mótið fer fram 27.-31. október. Þetta eru þau Valþór Ingi Karlsson, Þórarinn Örn Jónsson, Hildur Davíðsdóttir, Unnur Árnadóttir og Arnrún Eik Guðmundsdóttir. Margrét Jónsdóttir fer með sem fararstjóri liðanna. Þess má geta að Þórarinn Örn fór fyrr í mánuðinum með U-17 ára liðinu til Danmerkur. Efnilegt fólk hér á ferð. Gangi ykkur vel og komið heil heim.
17.10.2016
KA á einn fulltrúa drengja í landsliði U17 sem hélt til Ikast í Danmörku í morgun, hinn sextán ára Þórarin Örn Jónsson. U17 lið drengja og stúlkna taka þar þátt í NEVZA keppni sem fer fram dagana 18.-20. október. Sjá frétt á heimasíðu blaksambands Íslands.
17.10.2016
Karla- og kvennalið KA mættu HK tvívegis um helgina í Mizuno-deildunum.
26.09.2016
Karla og kvennalið KA léku við Þrótt N um helgina í blaki. Þróttur hafði betur í laugardagsleikjunum
07.06.2016
Í dag fara fram æfingabúðir í blaki í KA heimilinu fyrir börn fædd 1999 - 2005. Þátttakendur eru um 30 og koma víðsvegar af Norðurlandi, allt frá Siglufirði til Þórshafnar. Umsjón með búðunum hefur Piotr Kempisty en Daniele Capriotti landsliðsþjálfari stjórnar æfingunum. ENOR býður þátttakendum upp á mat í hléi.
20.05.2016
Karlalandslið Íslands sigraði Skota í undankeppni HM/EM smáþjóða sem fram fer í Laugardalshöllinni nú um helgina.
18.04.2016
KA á besta leikmann Mizuno deildarinnar í blaki, þann efnilegasta og fjóra í úrvalsliði deildarinnar.
12.04.2016
Karlaliðið lagði Stjörnuna 3 -0 í seinni undanúrslitaleik liðanna.