Tap gegn Þrótti Nes í hörkuleikjum

Meistaraflokkar KA tók á móti Þrótturum Nes í seinni heimaleikjum sínum í Mizunodeildinni í blaki á laugardaginn. Það var leikur bæði í kvenna og karlaflokki og fóru leikirnir fram í KA heimilinu.

Mikil barátta var inná vellinum hjá konunum og enduðu leikar þannig að það var 3-1 fyrir Þrótturum. Stigahæstar í KA liðinu voru Unnur Árnadóttir með 11 stig og þrjár með 10 stig, Hulda Elma Eysteinsdóttir, Ásta Lilja Harðardóttir og Arnrún Eik Guðmundsdóttir. Stigahæstar í liði Þróttara voru María Rún Karlsdóttir með 31 stig og Gígja Guðnadóttir með 17 stig.

Hart var barist hjá körlunum líka. Þróttarar komu heldur sterkari til leiks. Heimamenn náðu sér ekki almennilega á skrið og endaði með 3 – 0 sigri Þróttara. Stigahæstir í KA liðinu voru Ævarr Freyr Birgisson með 20 stig og Valur Traustason með 15 stig.

Gaman er að segja frá því að í kvennaleikjum helgarinnar voru þrjár ungar dömur að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokknum. Það voru þær Jóna Margrét Arnarsdóttir 13 ára, Andrea Þorvaldsdóttir 14 ára og Ninna Rún Vésteinsdóttir 14 ára, en hún var að koma inná í annað skiptið með þeim. Þær stóðu sig með stakri prýði og eiga greinilega framtíðina fyrir sér í blakinu. Einnig kom inná í fyrsta skiptið með meistaraflokki kvenna í blaki Eyrún Gígja Káradóttir. Eyrún spilaði lengi með KA í handboltanum og kemur núna sterk inn með stelpunum í blakinu.