Úrslitaeinvígi KA og HK í meistaraflokki karla heldur áfram í kvöld þegar liðin mætast í Fagralundi í Kópavogi í kvöld. Þetta er þriðji leikur liðanna en báðir fyrri leikirnir voru hörkuspennandi og þurfti oddahrinu í bæði skiptin. HK höfðu heppnina með sér í báðuðm leikjunum og standa því vel að vígi á meðan KA menn eru komnir með bakið upp að vegg.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á SportTV.is þannig að það er um að gera að fylgjast með leiknum. SportTV.is