Flottur árangur hjá landsliðskrökkum KA í blaki

U19 ára landslið karla og kvenna stóðu sig vel á NEVZA-mótunum í blaki sem fram fóru í Englandi í október.

U19 ára lið kvenna náði í bronsverðlaun á mótinu en í liðinu spila þær: Unnur Árnadóttir, Arnrún Eik Guðmundsdóttir og Hildur Davíðsdóttir. Bronsverðlaunin unnu þær eftir hörku spennandi viðureign gegn Noregi.

Í karlaliðinu, sem endaði í 5. sæti á mótinu, spiluðu tveir KA-menn. Það eru þeir Valþór Ingi Karlsson og Þórarinn Örn Jónsson. Margrét Jónsdóttir var svo fararstjóri hjá hópnum. 

KA óskar krökkunum til hamingju með flottann árangur.