Bikarkeppni BLÍ

Úr leik KA og Aftureldingar í byrjun nóvember
Úr leik KA og Aftureldingar í byrjun nóvember

Fyrri hluti riðlakeppni Bikarkeppni BLÍ fór fram í íþróttamistöðinni á Álftanesi um síðustu helgi. KA átti lið þar bæði í karla- og kvennaflokki. Tvö efstu lið úr hvorum flokki tryggja sér sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar sem fram fer um miðjan mars 2014. 

Karlaliðið spilaði 4 leiki og tapaði þeim öllum. Þrír þeirra fóru í oddahrinu og vantaði aðeins herslumuninn upp á að úrslitin yrðu okkur í hag. Þess má geta að Piotr Kempisty spilaði ekki með vegna meiðsla og var því liðið eingöngu skipað hinum ungu leikmönnum okkar ásamt þjálfara þeirra Filip Szewczyk. 

Kvennaliðið spilaði 2 leiki og tapaði báðum. Annar leikurinn fór í oppahrinu en stelpurnar náðu ekki að klára dæmið.

Öll frekari úrslit má finna á www.blak.is 

Síðari undankeppnin fer fram á Akureyri fyrstu helgina í febrúar 2014.