Nú er komið að fyrstu heimaleikjum tímabilsins hjá mfl KA í blakinu. Fjórir leikir verða spilaðir um helgina, tveir í karlaflokki og tveir í kvennaflokki. Í karlaflokki mæta okkar menn Aftureldingu í báðum leikjunum og er fyrri leikurinn á föstudagskvöld kl. 19 og sá seinni á laugardeginum kl. 14. Í kvennaflokki mæta stúlkurnar okkar HK í báðum leikjum. Fyrri leikurinn er kl. 20:30 á föstudagskvöldinu en sá seinni á laugardeginum kl. 16. Allir leikirnir fara fram í KA-heimilinu.
Við hvetjum alla blakáhugamenn til að mæta á leikina og hvetja KA til sigurs. Áfram KA!