Úrslit helgarinnar

Frá leik KA og HK í mfl. kvenna
Frá leik KA og HK í mfl. kvenna

Karlalið KA mætti Aftureldingu í báðum leikjunum. Afturelding hafði sigur í fyrri leiknum á föstudagskvöldinu 3-1. KA-menn byrjuðu betur og unnu fyrstu hrinuna 25-14 en eftir það var eins og allur kraftur væri úr þeim og gestirnir tóku við og unnu næstu 3 hrinurnar 27-25, 25-10 og 25-22. 

Í seinni leiknum sem fram fór í dag sneru KA-menn dæminu við og sigruðu 3-1 (21-25,25-22,25-18 og 25-21). Þess má geta að Piotr Kempisty meiddist í upphitun og spilaði ekkert með í dag og KA liðið því eingöngu skipað þjálfaranum/uppspilaranum Filip og 16 og 17 ára drengjum.

Kvennalið KA mætti HK stúlkum sem höfðu betur í báðum leikjum, 3-0 (25-11, 25-19 og 25-18 í fyrri leiknum og 25-11, 25-15 og 25-16 í þeim seinni). Þrátt fyrir tap stóðu stelpurnar okkar sig vel og má sjá mikla framför í leik þeirra og verður spennandi að fylgjast með þeim í vetur.