Á laugardaginn léku karlalið KA og Þróttar Nes aftur. Þróttur Nes hefndi fyrir ófarir sínar á föstudagskvöldið og lagði KA að velli 3-0. Hrinurnar fóru 25-18, 25-18 og 25-22. Stigahæstir í liði KA voru Ævarr Freyr með 12 stig og Sævar Karl með 7 stig. Í liði Þróttar voru Valgeir með 17 stig og Hlöðver með 10 stig.
Kvennalið KA tapaði einnig fyrir Þrótti Nes 3-0 og fóru hrinurnar 25-15, 25-11 og 25-12. KA stúlkur náðu sér ekki á strik og var töluverður munur á liðunum. Stigahæst í liði KA var Þuríður með 4 stig en hjá Þrótti var það Jóna með 16 stig og Erla með 13 stig.
Næstu heimaleikir liðanna verða föstudaginn 17. janúar þegar Stjörnumenn- og konur koma í heimsókn. Leikmenn munu vonandi nýta tímann yfir jól og áramót vel til æfinga og koma tvíefldir til leiks á nýju ári.