Í kvöld léku KA og Þróttur Nes í Mikasadeild karla í blaki. Leikurinn fór fram í KA-heimilinu á Akureyri. KA menn sigruðu 3-1 í frekar átakalitlum leik og fóru hrinurnar 25-19, 25-20, 24-26 og 25-22. Stigahæstir í liði KA voru Ævarr Freyr Birgisson með 29 stig, Sævar Karl Randversson með 17 stig og Filip Szewcyk með 9 stig. Í liði Þróttar voru stigahæstir þeir Valgeir Valgeirsson með 19 stig, Hlöðver Hlöðversson með 18 stig og Atli F. Björnsson með 6 stig.
Þess má geta að Piotr Kempisty spilaði ekki með KA vegna meiðsla og óvíst hvenær hann getur leikið aftur.
Sömu lið leika á morgun í KA-heimilinu - kvennaliðin kl. 14 og karlaliðin kl. 16.