Stjarnan heimsótti KA í gær og var bæði leikið í karla- og kvennaflokki í Mikasadeildinni. KA-menn sigruðu í karlaflokki 3-1 í
miklum baráttuleik. KA-menn voru seinir í gang í fyrstu hrinunni og töpuðu henni naumlega 26-28. Þeir tóku svo næstu þrjár 25-21, 25-22
og 26-24.
Mikil barátta var í báðum liðum enda dýrmæt stig í húfi. KA – menn eru jafnir Þrótti R í 4-5 sæti deildarinnar
með 12 stig eftir 7 leiki og eiga bæði lið tvo leiki til góða.
KA-stúlkurnar náðu sér ekki á strik í sínum leik og töpuðu 3-0 og fóru hrinurnar 25-10, 25-12 og 25-21. Í tveimur fyrri hrinunum
var eins og stelpurnar næðu ekki að stilla sig saman en í þriðju hrinunni vaknaði baráttuandinn en það dugði ekki til að ná að
vinna þá hrinu. KA-stúlkurnar eru nú í 7. sæti deildarinnar með 2 stig.
Önnur úrslit má finna á www.blak.is