Tap gegn HK í fyrsta heimaleiknum

Karlalið KA eftir sigur á Haustmóti BLÍ
Karlalið KA eftir sigur á Haustmóti BLÍ
KA strákarnir mættu HK í dag í afar skrautlegum leik. Virtust gestirnir algjörlega máttlausir í upphafi leiks og KA komst í 2-0 án nokkurrar fyrirhafnar. HK gerði sér svo lítið fyrir og vann næstu þrjár hrinur og þar með leikinn 2-3. Í þeim hrinum virtust KA-menn hreinlega ekki hafa nokkra trú á að HK gæti gert þeim skráveifu. Kæruleysi greip um sig og liðið spilaði bara á hálfum snúning og því fór sem fór.

KA-HK       2-3 (25-6, 25-20, 22-25, 23-25, 13-15)

Fyrsta hrinan var bara djók enda var lið HK líkast byrjendum í blaki. KA var yfir allan tímann og saltaði gestina án mikillar fyrirhafnar 25-6. Sem dæmi má nefna að HK átti enga uppgjöf yfir á móttöku KA-manna. Valli tók tíu uppgjafir í röð og náði m.a. tveimur ásum. Móttakan hjá HK var skelfileg og sóknirnar eftir því. Filip var með fjögur stig eftir smass í þessari hrinu og segir það allt um móttökuna hjá HK.
Næsta hrina var einnig létt fyrir KA en HK spriklaði þó aðeins með. Staðan um miðja hrinuna var 13-11 en þá fór KA að síga vel framúr. Góð blokk var aðall KA í hrinunni en annað var svo sem ekkert sérstakt. Hrinan endaði 25-20 og voru KA-menn því komnir í vænlega stöðu.
Næstu þrjár hrinur voru allar keimlíkar. HK byrjaði betur en KA var skammt undan. Það var á heimamönnum að sjá að þeir væru bara að bíða eftir klúðri hjá HK svo þeir gætu fengið ódýr stig. HK var samt ekkert á þeim buxunum að láta hlægja mikið meira að sér. Móttakan og sóknin hjá HK snarlagaðist og það var nóg til að knésetja værukæra KA-menn.

Stig KA í leiknum (sókn-hávörn-uppgjöf):

Piotr    
  19
  16-3-0
Hilmar      
  13   10-2-1
Filip
  11     6-4-1
Valli
    8  
    3-3-2
Jóhann
    8
    6-0-2
Daníel
    3 
    1-2-0
Árni           
    1
    1-0-0

Hér má svo sjá ýmsa tölfræði leikmanna:


Uppgjöf


Móttaka


Sókn


Hávörn



Nafn
 Ás
 Yf
 Mt
 Fu

 Mt 
 St
 Yf
 Mt
 St
 Só
 Mt
 Re
Piotr
   0  11
   3
   3
   2
   0
 16  10
   8
   3    0
   2
   7
Hilmar    1
 15    2
 14
   7
   2
 10    9
   6
   2
   0
   1
   3
Filip
   1
 18
   0
   0
   0
   0
   6
   2
   0
   4
   2
   0
   3
Valli
   2
 13    1
 10
   8
   4
   3
   1
   2
   3
   2
   1
   2
Jóhann
   2    7
   6
 10
   4
   1
   6
   6
   5
   0
   1
   0
   4
Daníel
   0
 12
   0
   1
   0
   0
   1
   4
   1
   2
   3
   1
   3
Árni
   0
   7
   0
   1
   1
   1
   1
   2
   0
   0
   0
   0
   3
Arnar Páll
   0
   1
   0
   0
   0
   0
   0
   0
   0
   0
   0
   0
   0

Skýringar:
Ás - Skorar úr uppgjöf. Yf - Uppgjöf tekst en mótherjar ná móttöku. Mt- Mistök.
Fu - Mjög góð móttaka. Sæ - Sæmileg móttaka. Mt - Mistök.
St - Skorað stig. Yf - Sóknin er varin af mótherja. Mt - Mistök.
St - Skorað stig. Só - Blokkin gefur tækifæri á sókn. Mt - Mistök.
Re - Redding aftur á velli sem gefur tækifæri á sókn.