Lið Þróttar hefur misst marga af sínum lykilmönnum frá í fyrra þar á meðal þann leikmann sem ásamt Piotr Kemizti frá KA var kostinn besti leikmaður 1. deildar á síðasta ári, Masayuki Takahashi og aðal uppspilarara liðsins Val Guðjón Valsson.
KA vann Þrótt á haustmótinu fyrir 2 vikum og verður spennandi að sjá hvort Þróttarar ná að svara fyrir þann ósigur í kvöld. Þeir leikmenn sem komið hafa inn í kjarnahóp KA liðsins nú eru Daníel Sveinsson frá Húsavík og Jóhann Eiríksson frá Ólafsvík. Báðir stunda nám í framhaldsskólunum á Akureyri og æfa á afreksbraut Blakdeildar KA. Jóhann Eiríksson spilar sinn fyrsta leik með KA í kvöld og bjóðum við hann velkominn í KA og óskum við honum góðs gengis í leiknum.