Sex leikmenn frá KA valdir í U19 landslið Íslands

Sex leikmenn frá Ka voru valdir í U19 landslið Íslands sem leikur þessa dagana á NEVZA mótinu í Danmörku. Í karlaliðið voru valdir eftirtaldir leikmenn frá KA: Árni Björnsson, Daniel Sveinsson, Jóhann Eiríksson og Sigurbjörn Friðgeirsson. Í kvennaliðið voru valdar systurnar Guðrún Margrét Jónsdóttir og Auður Anna Jónsdóttir.

Felstir leikmanna KA hafa áður spilað með U17 eða U19 landsliðum en þó munu Daníel Sveinsson og Sigurbjörn Friðgeirsson spila sína fyrstu landsleiki á mótinu.

Við óskum leikmönnum KA með valið í landsliðin og óskum þeim alls hins besta á mótinu.

Þjálfarar liðanna eru reyndir og auk þess að þjálfa U19 landsliðin eru þeir báðir A landsliðsþjálfararnir Íslands, Michael Overhage fyrir karlana og Apostol Apostolov fyrir konurnar.

Allt leikjaplanið og fleiri upplýsingar má finna hér http://www.tcdanmark.dk/nevza/Lists/Turneringsplan/AllItems.aspx en þar er m.a. hægt að fylgjast með leikjum í gegnum netið, a.m.k. lifandi stigaskor og sitthvað fleira.

Einnig mun BLÍ skrifa um gang mála á heimasíðu sinni. Hér er m.a. upplýsingar um leikfyrirkomulag mótsins

http://www.bli.is/news/u19_ara_lidin_til_danmerkur/

 

Áfram Ísland