Hulda Elma Eysteinsdóttir smassar. Harpa Björsdóttir, Una Heimisdóttir og Guðrún Jónsdóttir dekka undir
KA-stelpurnar eru enn ósigraðar í blakinu eftir þrjá leiki. Um helgina skellti liðið Ými úr Kópavogi 3-0. Liðið var á
köflum að sýna fína takta og reynsluboltarnir Birna Baldursdóttir og Hulda Elma Eysteinsdóttir koma til með að styrkja það mikið í
vetur. KA var með yfirhöndina allan leikinn en minnstu munaði þó að Ýmir ynni aðra hrinuna. KA er nú á toppnum í deildinni og verður
sú staða að teljast nokkuð óvænt.
KA-Ýmir 3-0 (25-18, 27-25, 25-16)
Fyrsta hrinan var mjög sveiflukennd og eftir góða byrjun KA náði Ýmir að jafna í 8-8. KA komst síðan í 14-9 áður en
Ýmir jafnaði á ný 18-18. Þá fór Hulda Elma í uppgjöf og hún kláraði leikinn með nokkrum eitruðum uppgjöfum og
endaði hrinan því 25-18.
Í næstu hrinu byrjaði HK mun betur en liðin skiptust svo á að hafa forystu. KA virtist ætla að hafa sigur í stöðunni 24-21 en þá
fór allt í handaskol og Ýmir komst yfir 24-25. Fádæma barátta KA-stúlkna snéri gæfuhjólinu þeim í vil og vannst hrinan
að lokum 27-25.
Þriðja hrinan var ávallt í öruggum höndum KA og gat Marek leyft sér að hleypa nokkrum kjúklingum í slaginn. Hávörnin var
stórfín í þessari hrinu og fengust fimm stig úr blokk en auk þess komu fimm ásar úr uppgjöfum. Ýmisliðið virtist bara
punkterað og hefðu yngstu stelpurnar að ósekju mátt spila meira. Hrinan endaði 25-16 og var því leik lokið með öruggum 3-0.
Ekki verður annað sagt en liðið hafi staðið sig með ágætum. Fá mistök voru gerð í sóknarleiknum en töluverða
áræðni vantaði hjá systrunum Auði og Guðrúnu en þær voru samt báðar að standa sig upp við netið. Þær
gömlu sýndu gott fordæmi og drógu liðið áfram með hörku og baráttu sinni. Aðall liðsins í leiknum var góð samvinna og
fórnfýsi í vörninni. Hávörnin var sterk allan leikinn og vörnin í afturlínunni var til fyrirmyndar. Þar gætu KA-guttarnir
lært eitt og annað.
Stig KA í leiknum (sókn-hávörn-uppgjöf):
Auður Anna
|
14
|
10-4-0
|
Hulda Elma
|
12 |
5-3-4
|
Birna
|
8
|
4-1-3
|
Guðrún Margrét
|
7
|
4-2-1
|
Harpa
|
5
|
2-1-2
|
Una
|
4
|
2-1-1
|
Hér má svo sjá ýmsa tölfræði leikmanna:
|
Uppgjöf
|
Móttaka
|
Sókn
|
Hávörn
|
|
Nafn
|
Ás
|
Yf
|
Mt
|
Fu
|
Sæ
|
Mt
|
St
|
Yf
|
Mt
|
St
|
Só
|
Mt
|
Re
|
Auður Anna
|
0 |
9
|
2
|
0
|
0
|
0
|
10 |
7
|
7
|
4
|
0
|
0
|
5
|
Hulda Elma
|
4
|
16 |
2
|
8
|
5
|
1
|
5
|
14
|
4
|
3
|
2
|
0
|
11
|
Birna
|
3
|
8
|
1
|
5
|
5
|
1
|
4
|
3
|
0
|
1
|
1
|
0
|
9
|
Guðrún Margrét
|
1
|
9
|
1
|
6
|
7
|
4
|
4
|
11
|
2
|
2
|
0
|
0
|
5
|
Harpa
|
2 |
9
|
0
|
0
|
2
|
1
|
2
|
6
|
0
|
1
|
2
|
0
|
2
|
Una
|
1
|
5
|
2
|
0
|
0
|
0
|
2
|
2
|
1
|
1
|
0
|
0
|
6
|
Sesselja
|
0
|
0
|
0
|
0
|
4
|
1
|
0
|
0
|
0
|
0
|
0
|
0
|
5
|
Alda Ólína
|
0
|
0
|
0
|
0
|
1
|
0
|
0
|
0
|
0
|
0
|
0
|
0
|
0
|
Skýringar:
Ás - Skorar úr uppgjöf. Yf - Uppgjöf tekst en mótherjar ná móttöku. Mt- Mistök.
Fu - Mjög góð móttaka. Sæ - Sæmileg móttaka. Mt - Mistök.
St - Skorað stig. Yf - Sóknin er varin af mótherja. Mt - Mistök.
St - Skorað stig. Só - Blokkin gefur tækifæri á sókn. Mt - Mistök.
Re - Redding aftur á velli sem gefur tækifæri á sókn.