Seinkun á fyrstu blakleikjum KA vegna veðurs

Seinka þurfti fyrstu leikjum blakliða KA í kvöld um einn og hálfan tíma vegna veðurs.  Leikur karlaliðsins átti að hefjast í Íþróttahúsi Kennaraháskólans kl. 19:30 en hófst ekki fyrr en um kl. 21.  Lið KA þurfti að bíða í 2 klukkustundir í Borgarnesi en mjög vont veður var undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi í dag. Verður var skaplegt á Norðurlandi framan af degi og komust lið KA í Borgarnes án vandræða.  Þar var hins vegar vitað að þau yrðu að bíða í Borgarnesi en spáð var að vind mund lægja um kl. 19 í kvöld.  Það gekk eftir og komust liðin því suður en seinka varð leikjunum um eina og hálfa klukkustund.  Þess má geta að vindur fór í dag í hvössustu vindkviðum upp í 49 m/sekúndu undir Hafnarfjalli og upp undir 40 m/s á Kjalarnesi.