Fréttir

Fyrsti leikur kvennaliðs KA í 1 deild í tvö ár

Kvennalið KA leikur í kvöld sinn fyrsta leik í fyrstu deild í tvö ár en KA mætir liði þróttar Reykjavík og fer leikurinn fram í íþróttahúsi kennaraháskólans kl. 22.00.  KA hefur undanfarin tvö ár byggt upp nýtt lið frá grunni og er hefur kjarni liðsins æft með KA upp í gegn um alla yngriflokka félagsins í 6-7 ár.  Liðið hefur einnig fengið til sín góðan liðsstyrk frá Bjarma í Þingeyjarsveit.