Badminton fyrir 5-8 ára (miniton)

Badminton æfingar fyrir 5-8 ára verða í KA-húsinu í vetur á sunnudögum frá kl.10:30 - 12:00 Stjórn TB-KA

Badminton - Æfingar að hefjast

Æfingar í badminton hefjast þriðjudaginn 3. september kl. 16:00 í Íþróttahöllinni Æfingar verða í Íþróttahöllinni í vetur á þriðjudögum og fimmtudögum frá 16:00-18:00 Flokkar Snáðar og snótir - U11 - fædd 2003 og síðar Hnokkar og tátur - U13 - fædd 2002 og 2001 Sveinar og meyjar - U15 - fædd 2000 og 1999 Drengir og telpur - U17 - fædd 1998 og 1997 Piltar og stúlkur - U19 - fædd 1996 og 1995 Æfingar í minitoni (4-7 ára) verða auglýstar síðar Mótaskrá BSÍ fyrir veturinn: http://badminton.is/media/files/Motaskra_2013_2014_loka.pdf Stjórn TB-KA

Akureyrarmót í badminton

Verður haldið í Íþróttahöllinni laugardaginn 11. maí Mótið hefst kl. 10:00Mótið er opið öllum sem búsettir eru á Akureyri Keppt verður í einliða- og tvíliðaleik í eftirfarandi flokkum:Unglingaflokkum: U-11, U-13, U-15, U-17Fullorðinsflokkum: konur og karlar Mótsgjöld:Einliðaleikur kr.: 1.400Tvíliðaleikur kr.: 1.000 Vinsamlegast sendið skráningu á netfangið helgabraga@akureyri.is eigi síðar en miðvikudaginn 8. maí

Norðurlandsmót á Siglufirði

Norðurlandsmót í badminton verður haldið á Siglufirði laugardaginn 20.apríl n.k. Mótið hefst kl. 10:00  Keppendur TB-KA athugið, farið verður á tveimur 9 manna bílum frá KA heimilinu stundvíslega kl. 8:00 á laugardagsmorguninn. Þið þurfið aðeins að borga mótsgjöldin, þ.e. 1000 kr. á mann fyrir tvíliða og tvenndarleik og 1400 krónur fyrir einliðaleik. Best er að ganga frá þessum greiðslum við brottför, fararstjórar munu taka við þessum peningum. Mikilvægt að muna eftir að nesta sig yfir daginn eða gera ráð fyrir að kaupa sér snarl á staðnum. Við bendum líka foreldrum á að það er stutt og gaman að skreppa á Siglufjörð og kíkja á einn eða tvo leiki. Sjá einnig http://tbs.123.is/blog/2013/04/17/658710/ Með bestu kveðjum og ósk um góða skemmtun.

Eftirfarandi tímar falla niður í apríl

Sunnudaginn 14.apríl Fimmtudaginn 18.apríl Sunnudaginn 21.apríl Fimmtudaginn 25.apríl

Aðalfundur Tennis- og badmintondeildar

Aðalfundur TB-KA 2013 verður haldinn í fundarsal KA-heimilisins miðvikudaginn 3. apríl n.k. kl. 20:00 Dagskrá: Skýrsla formanns Ársreikningur Kosning stjórnar Önnur mál Aðalfundur TBA mun fara fram á sama staða á sama tíma. Hvetjum spilara, foreldra og aðra tennis og badminton áhugamenn að mæta Stjórn TB-KA

Flottur árangur hjá krökkunum í tennis- og badmintondeild KA

Sex krakkar frá Tennis- og badmintondeild KA fóru á Unglingamót TBS á Siglufirði sl. laugardag, 1 desember. Þau sem tóku þátt fyrir hönd TB-KA voru Kristín Halldórsdóttir, Viktor Már Árnason, Helgi Brynjólfsson, Sigmar Ágúst Reykjalín Hjelm, Anton Heiðar Erlingsson og Snorri Már Óskarsson en bæði Kristín og Snorri Már voru að keppa á sínu fyrsta badmintonmóti. Allir krakkarnir stóðu sig mjög vel, Viktor sigraði í einliðaleik í flokki U-11, Helgi sigraði í einliðaleik í flokki U-13 og Helgi og Sigmar sigruðu í tvíliðaleik í flokki U-13. Allir skemmtu sér mjög vel og endað var á að fara saman út að borða á Siglufirði áður en haldið var heim.  

Leikjafyrirkomulag á afmælismóti Tennis- og badmintondeildar KA um helgina

Um helgina verður mikið að gera hjá badmintonfólki þegar nýstofnuð Tennis- og badmintondeild KA efnir til afmælismóts, en spilað verður bæði í Íþróttahöllinni og KA-heimilinu.

Afmælismót TB-KA

6. – 7. Október 2012   Helgina 6.- 7. Október nk. verður haldið unglingamót TB-KA, Tennis- og badmintondeildar KA, og verður mótið tileinkað 150 ára afmæli Akureyrarbæjar og því að í ár eru 65 ár síðan að fyrsti badmintonleikurinn var spilaður undir merkjum KA.  

Æfingarnar eru að byrja hjá tennis- og badmintondeild

Nú eru æfingar að hefjast hjá Tennis og badmintondeild KA (áður TBA). Þjálfarar okkar í vetur verða þau Sonja Magnúsdóttir og Rainer Jessen íþróttakennari. Æfingar verða í íþróttahöllinni við Skólastíg á eftirfarandi tímum: þriðjudagar: 16:00-18:00 fimmtudagar: 16:00-18:00 sunnudagar: 15:00-17:00 Sonja mun sjá um þjálfun á sunnudögum, Rainer á þriðjudögum og fimmtudögum. Við byrjum á að vera með opna tíma fyrir alla iðkendur og er fyrsti tíminn þriðjudaginn 4. september klukkan 16:00 Vonumst til að sjá ykkur sem flest.