Nú eru æfingar að hefjast hjá Tennis og badmintondeild KA (áður TBA).
Þjálfarar okkar í vetur verða þau Sonja Magnúsdóttir og Rainer Jessen íþróttakennari.
Æfingar verða í íþróttahöllinni við Skólastíg á eftirfarandi tímum:
Sonja mun sjá um þjálfun á sunnudögum, Rainer á þriðjudögum og fimmtudögum.
Við byrjum á að vera með opna tíma fyrir alla iðkendur og er fyrsti tíminn þriðjudaginn 4. september klukkan 16:00
Vonumst til að sjá ykkur sem flest.