Helgina 6.- 7. Október nk. verður haldið unglingamót TB-KA, Tennis- og badmintondeildar KA, og verður mótið tileinkað 150 ára afmæli Akureyrarbæjar og því að í ár eru 65 ár síðan að fyrsti badmintonleikurinn var spilaður undir merkjum KA.
Mótið verður haldið í KA heimilinu, Dalsbraut 1, helgina 6. – 7. Október 2012.
Keppni hefst kl. 10:00 á laugardeginum og kl. 09:00 á sunnudeginum.
Keppt verður fram í undanúrslit á laugardeginum.
Keppt verður í fjórum flokkum:
U-13: Hnokkar/Tátur
U-15: Sveinar/Meyjar
U-17: Drengir/Telpur
U-19: Piltar/Stúlkur
Mótsgjöld:
Einliðaleikur: Kr. 1200,-
Tvíliðaleikur: Kr. 1000,-
Tvenndarleikur: Kr. 1000,-
Skráningu lýkur kl. 12:00 mánudaginn 1. október nk.
Skráning sendist á netfangið kristnes7@simnet.is
ATH. Aðeins er tekið á móti skráningum á Excel skjali (BSÍ formið)
Möguleiki er á svefnpokagistingu í KA-heimilinu . Vinsamlega hafið samband við Helgu Þyri Bragadóttur í síma 862-7825 eða helgabraga@akureyri.is ef óskað er eftir gistingu. Gisting með morgunmat kostar kr. 1.900,- nóttin.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
F.h. Tennis- og badmintondeildar KA
Snæfríð Egilson Hulda Björg Kristjánsdóttir
s. 899 6297 s. 8468675
Netfang: kristnes7@simnet.is Netfang: huldabk@btnet.is