KA beið í gær í lægri hlut gegn Skagamönnum í 18. umferð Pepsi deildar karla.
ÍA 2 0 KA
0 0 Varið víti: Srdjan Rajkovic (40)
1 0 Stefán Teitur Þórðarson (60)
2 0 Steinar Þorsteinsson (70)
2 0 Rautt Spjald: Callum Williams (90)
Lið KA:
Rajko, Hrannar Björn, Vedran, Callum, Darko, Aleksandar, Archange, Almarr, Hallgrímur Mar, Ásgeir og Elfar Árni.
Bekkur:
Aron Elí, Ólafur Aron, Guðmann, Steinþór Freyr, Davíð Rúnar, Daníel og Bjarki Þór.
Skiptingar:
Archange út Daníel inn (46)
Almarr út Ólafur Aron inn (51)
Hrannar Björn út Davíð Rúnar inn (89)
KA menn hófu leikinn betur en heimamenn og voru töluvert meira með boltann en lítið var þó um hættuleg marktækifæri. Eftir því sem leið á hálfleikinn færðist meira jafnræði í leikinn og fóru heimamenn í ÍA að færa sig upp á skaftið í sóknaraðgerðum sínum.
Eftir rúmlega hálftíma leik áttu Skagamenn hættulegasta færi fyrri hálfleiksins þegar að Steinar Þorsteinsson fékk boltann í vítateig KA og átti hörku skot á markið sem Rajko varði beint á Stefán Teit sem var í algjöru dauðafæri en skaut beint aftur á Rajko, sem gerði vel að halda boltanum.
Rétt fyrir hálfleik fengu síðan Skagamenn vítaspyrnu þegar að Almarr braut á Steinari Þorsteinssyni við endalínu í vítateignum. Líkt og í síðasta leik gerði Rajko sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna frá Þórði Þorsteini og varði einnig frákastið og bjargaði því að heimamenn færu ekki með forystuna inn í hálfleik. Markalaust í leikhléi.
Heimamenn ÍA mættu miklu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik en lið KA og voru grimmar og betri á flestum sviðum. Á 60. mínútu komust þeir yfir þegar að Arnar Már Guðjónsson átti fast skot í átt að marki sem Rajko varði út í teiginn en Stefán Teitur var fyrstur að átta sig og fylgdi skotinu á eftir af stuttu færi í teignum og kom ÍA yfir 1-0.
Tíu mínútum síðar bættu Skagamenn í forystuna með keimlíku marki. Þá átti Albert Hafsteinsson skot utan af velli sem Rajko náði ekki að halda og Steinar Þorsteinsson fylgdi eftir og staðann því 2-0 fyrir heimamenn.
KA liðið reyndi að leggja meiri þunga í sóknina í restina en töluvert vantaði upp á í sóknarleiknum í gær og var lítil hreyfing á liðinu og gæði sendinga ekki nægilega góð. Elfar Árni komst tvisvar nálægt því að minnka muninn fyrir KA en inn vildi boltinn ekki. Það var svo á 90. mínútu sem Callum fékk að líta rauða spjaldið fyrir tæklingu á Skagamann fyrir miðjum velli og luku því KA menn leiknum manni færri.
Nivea KA-maður leiksins: Darko Bulatovic (Var öflugur í bakverðinu og átti nokkra góða spretti upp vinstri vænginn og fínar fyrirgjafir sem KA liðið hefði mátt nýta sér betur.)
Það er skammt stórra högga á milli og er næsti leikur KA strax á fimmtudaginn en þá fáum við topplið Vals í heimsókn á Akureyrarvöll og hefst sá leikur kl. 17.00 og vonumst við til að sjá sem flesta KA menn á vellinum á þessum stórleik. Áfram KA!