15.12.2019
Anna Rakel Pétursdóttir hefur skrifað undir samning við sænska liðið IK Uppsala og mun því leika með því á komandi tímabili. Anna Rakel gengur til liðs við Uppsala frá Linköpings en hún lék 18 leiki með liðinu á nýliðinni leiktíð þar sem Linköping endaði í 5. sæti
14.12.2019
KA hóf leik í Kjarnafæðismótinu í dag er liðið mætti Völsung í Boganum. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Bjarni Aðalsteinsson sem kom KA liðinu á bragðið í upphafi síðari hálfleiks með tveimur glæsimörkum úr aukaspyrnum með aðeins mínútu millibili
14.12.2019
KA hefur leik á Kjarnafæðismótinu í dag þegar liðið mætir Völsung í Boganum klukkan 15:15. Það verður spennandi að sjá stöðuna á liðinu svona snemma á undirbúningstímabilinu og hvetjum við alla sem geta til að mæta á leikinn
13.12.2019
Stjórn Þórs/KA hefur samið Gabrielu Guillén Alvarez, eða Gaby Guillén eins og hún er kölluð. Hún mun koma til liðsins um miðjan febrúar
11.12.2019
KA verður með knattspyrnuskóla dagana 17.-19. desember næstkomandi fyrir krakka sem ætla sér alla leið í fótboltanum. Skólinn verður í Boganum, er haldinn af meistaraflokki KA og er fyrir stráka og stelpur fædd 2006-2013. Mikil ánægja var með skólann í fyrra en um 100 krakkar tóku þá þátt og byggjum við ofan á þann góða grunn
10.12.2019
Fótboltaæfingar hjá 8. flokk, 7. flokk og 6. flokk falla niður í dag v/ veðurs!
04.12.2019
Kjarnafæðismótið í knattspyrnu hefst um helgina en þá mætast KA2 og Þór í Boganum á sunnudag klukkan 13:15. Mótið í ár hefur aldrei verið stærra en alls taka átján lið þátt í mótinu í þremur deildum en KA teflir fram þremur liðum í ár í karlaflokki
03.12.2019
Meistaraflokkur karla í knattspyrnu tók þátt í Bose mótinu núna í nóvember og spiluðu þeir 3 leiki á Höfuðborgarsvæðinu 3 helgar í röð. Þetta er í fyrsta skipti sem KA tekur þátt í þessu móti en við unnum okkur rétt til þess með því að lenda í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar í sumar
03.12.2019
Knattspyrnudeild KA hefur gengið frá þjálfaramálum fyrir komandi baráttu í Pepsi Max deildinni. Óli Stefán Flóventsson er að sjálfsögðu áfram aðalþjálfari liðsins en honum til aðstoðar verða þeir Hallgrímur Jónasson og Pétur Heiðar Kristjánsson
21.11.2019
Í tilefni 30 ára afmælis Íslandsmeistaratitils KA í knattspyrnu er nú komin í sölu glæsileg afmælisútgáfa af varatreyju KA liðsins árið 1989. Á treyjunni er áletruð úrslit KA í lokaumferðinni sem og dagssetning leiksins