Á dögunum voru valdir lokahópar U15 og U17 ára landsliða karla í knattspyrnu og þar á KA tvo fulltrúa. Þetta eru þeir Hákon Orri Hauksson (U15) og Einar Ari Ármannsson (U17). Það eru spennandi verkefni framundan hjá landsliðunum og óskum við strákunum til hamingju með valið.
Hákon Orri var hluti af öflugu liði KA í 4. flokki sem endaði í 2. sæti í A-deild í sumar og mun leika á UEFA Development móti í Póllandi dagana 20.-25. október. Þar mun Ísland mæta Póllandi, Rússlandi og Bandaríkjunum. Lúðvík Gunnarsson er þjálfari U15 ára landsliðsins.
Einar Ari sýndi flotta takta í marki KA í 3. flokki sem endaði í 2. sæti í B-deild í sumar og tekur þátt í undankeppni EM 2020 með U17 ára landsliðinu. Ísland er þar í riðli með Skotlandi, Króatíu og Armeníu og er leikið í Skotlandi dagana 22.-28. október. Davíð Snorri Jónasson stýrir landsliðinu.