07.02.2020
Gunnar Örvar Stefánsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild KA og er því klár í slaginn fyrir baráttuna í Pepsi Max deildinni í sumar. Gunnar sem verður 26 ára á árinu er stór og stæðilegur framherji sem hefur leikið með KA á undirbúningstímabilinu og staðið sig með prýði
04.02.2020
Knattspyrnudeild KA hefur fengið góðan liðsstyrk en Mikkel Qvist hefur skrifað undir lánssamning við liðið. Qvist kemur frá danska úrvalsdeildarliðinu Horsens og mun hann leika með KA út ágúst mánuð
03.02.2020
KA og Þór mættust í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins í Boganum á laugardaginn. KA dugði jafntefli til að tryggja sigur sinn á mótinu en liðið var með fullt hús stiga eftir fyrstu fimm leiki sína á mótinu og stillti Óli Stefán Flóventsson upp sterku liði í bæjarslagnum
31.01.2020
KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins á morgun klukkan 13:30 í Boganum. Af því tilefni fengum við aragrúa af myndum frá Þóri Tryggvasyni ljósmyndara frá síðustu viðureignum liðanna í deildarkeppni
30.01.2020
Það verður heldur betur alvöru leikur í Boganum á laugardaginn kl. 13:30 þegar KA og Þór mætast í Kjarnafæðismótinu. Stilla má leiknum upp sem úrslitaleik mótsins en KA er með fullt hús stiga eftir fimm leiki og dugir jafntefli til að tryggja sigur sinn í mótinu
25.01.2020
KA og Dalvík/Reynir mættust í næstsíðustu umferð Kjarnafæðismótsins í fótbolta í Boganum í dag. Fyrir leikinn voru bæði lið án taps en KA var með fullt hús stiga á sama tíma og Dalvík/Reynir var með 8 stig eftir tvo sigra og tvö jafntefli
25.01.2020
Baráttan á Kjarnafæðismótinu heldur áfram í dag þegar KA mætir Dalvík/Reyni í næstsíðustu umferð mótsins klukkan 17:00 í Boganum. KA hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa og er á toppnum en það er ljóst að strákarnir þurfa að sækja til sigurs í dag
23.01.2020
Sjóvá og knattspyrnudeild KA undirrituðu í dag nýjan tveggja ára styrktarsamning. Sjóvá hefur verið öflugur bakhjarl deildarinnar og erum við afar þakklát þeim fyrir áframhaldandi samstarf sem mun skipta miklu máli í knattspyrnustarfinu
23.01.2020
KA á þrjá fulltrúa á komandi úrtaksæfingum fyrir yngri landslið kvenna í knattspyrnu. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir var valin í U17 ára hópinn, Iðunn Rán Gunnarsdóttir í U16 og þá var hún Tanía Sól Hjartardóttir valin í U15 ára hópinn
21.01.2020
Knattspyrnumaðurinn Gunnlaugur Rafn Ingvarsson æfir um þessar mundir hjá norska liðinu Bærum SK. Gunnlaugur sem verður 17 ára á árinu er mikið efni og ljóst að þetta er mikil viðurkenning fyrir hann að fá þetta tækifæri