08.06.2020
Það er mikið verk að gera Greifavöllinn tilbúinn fyrir átök sumarsins og óskum við því eftir sjálfboðaliðum við að aðstoða okkur við verkið. Það verða vinnudagar á vellinum í dag, mánudag, sem og þriðjudag og miðvikudag frá klukkan 18:00 til 20:00
30.05.2020
KA vann góðan 1-0 sigur á Fylki í æfingaleik á Greifavellinum í dag þar sem Brynjar Ingi Bjarnason gerði eina mark leiksins eftir langt innkast Mikkel Qvist. FyFylkismenn reyndu hvað þeir gátu að slá boltann úr markinu en inn fór boltinn. Egill Bjarni Friðjónsson var með myndavélina á leiknum og býður hér upp á myndaveislu frá hasarnum
30.05.2020
Karlalið KA og kvennalið Þórs/KA léku bæði æfingaleik í dag fyrir baráttuna í sumar. Strákarnir tóku á móti Fylki í uppgjöri tveggja liða í efstu deild og mætti þó nokkur fjöldi áhorfenda á Greifavöllinn og greinilegt að fólk er orðið þyrst í að upplifa íþróttir á nýjan leik
30.05.2020
Stjórn Þórs/KA hefur gert samning við miðjumanninn Berglindi Baldursdóttur sem hefur verið á mála hjá Breiðabliki undanfarin ár. Berglind er fædd árið 2000 og verður því tvítug í ár
30.05.2020
Það er heldur betur farið að styttast í hasarinn í Pepsi Max deildinni í sumar og til að koma sér í gírinn tekur KA á móti Fylki á Greifavellinum í dag klukkan 15:00. Þetta er fyrsti æfingaleikur liðsins eftir að Covid-19 barst til landsins og verður gaman að sjá hvernig standið á liðinu er
18.05.2020
Til að bregðast við breyttu umhverfi í íslenskri knattspyrnu vegna núverandi aðstæðna í íslensku samfélagi hafa KSÍ, ÍTF og Stöð 2 Sport ákveðið að bjóða upp á lausn sem bæði aflar félögum í Pepsi Max deildunum nýrra tekna og eflir umfjöllun um deildirnar
15.05.2020
Ásgeir Sigurgeirsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Knattspyrnudeild KA og er hann nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2022. Þetta eru frábærar fréttir enda Ásgeir gríðarlega öflugur leikmaður sem hefur átt mikinn þátt í uppgangi KA-liðsins undanfarin ár
13.05.2020
Aðalfundur Þórs/KA fyrir starfsárið 2019 verður haldinn í Hamri fimmtudaginn 14. maí og hefst hann klukkan 19:00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem áhuga hafa til að mæta og kynna sér stöðuna á kvennastarfinu okkar
12.05.2020
Knattspyrnudeild KA og Bautinn/Rub23 skrifuðu í dag undir nýjan styrktarsamning sem mun gilda til næstu fjögurra ára. Bautinn/Rub23 hefur verið öflugur bakhjarl deildarinnar og erum við afar þakklát þeim fyrir áframhaldandi samstarf sem mun skipta miklu máli í knattspyrnustarfinu
08.05.2020
Til að bregðast við breyttu umhverfi í íslenskri knattspyrnu vegna núverandi aðstæðna í íslensku samfélagi hafa KSÍ, ÍTF og Stöð 2 Sport ákveðið að bjóða upp á lausn sem bæði aflar félögum í Pepsi Max deildunum nýrra tekna og eflir umfjöllun um deildirnar