Fréttir

Heimaleikur gegn ÍBV í bikarnum

Í kvöld var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla og var KA í pottinum eftir 6-0 stórsigur liðsins á Leikni Reykjavík á Greifavellinum á miðvikudaginn. Meðal annars voru öll 12 liðin í efstu deild í pottinum og ljóst að krefjandi viðureign væri framundan

8 fulltrúar í U15 ára landsliðunum

U-15 ára landslið Íslands í knattspyrnu munu æfa á næstunni og eigum við alls 8 fulltrúa í úrtökuhópum landsliðanna. Bæði lið munu æfa á Selfossi en stelpurnar munu æfa 29. júní til 2. júlí á meðan strákarnir munu æfa dagana 6.-9. júlí

Björgvin Máni á úrtaksæfingar hjá U-17

Björgvin Máni Bjarnason hefur verið valinn á úrtaksæfingar hjá U-17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem mun æfa dagana 6.-8. júlí næstkomandi. Björgvin sem gríðarlega mikið efni er fæddur árið 2004 og er því ári yngri en flestir í hópnum

Stórsigur á Leikni R. í Mjólkurbikarnum

KA vann í kvöld Leikni frá Reykjavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. KA leiddi í hálfleik 2-0. Leiknismenn léku tveimur mönnum færri frá 31. mínútu eftir tveimur leikmönnum þeirra var vikið af velli. Í þeim síðari bætti KA liðið fjórum mörkum og voru lokatölur 6-0 fyrir KA.

Bikarslagur á Greifavellinum í kvöld

Það er stutt á milli leikja þessa dagana en í kvöld hefur KA liðið þátttöku sína í Mjólkurbikarnum þetta árið. Leiknir Reykjavík mætir norður á Greifavöllinn í 32-liða úrslitum keppninnar og má búast við skemmtilegum leik eins og bikarkeppnin býður iðulega upp á

Toppslagur hjá Þór/KA í kvöld!

Það fer fram stórleikur á Origovellinum við Hlíðarenda í kvöld þegar Þór/KA sækir Íslandsmeistara Vals heim í Pepsi Max deild kvenna. Bæði lið eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sumarsins og þurfa á sigri að halda til að halda í við Breiðablik sem er með þrjá sigra eftir þrjá leiki

Annar stórsigur Þórs/KA á heimavelli

Þór/KA byrjar sumarið heldur betur af krafti en liðið vann í dag 4-0 stórsigur á ÍBV á Þórsvelli. Leikurinn var liður í 2. umferð Pepsi Max deildarinnar en í fyrstu umferð vannst afar sannfærandi 4-1 sigur á liði Stjörnunnar

Við þurfum á þér að halda á laugardaginn!

Fyrsti heimaleikur sumarsins er á morgun kl. 13:30! Kæru KA-menn það er loksins komið að því að við getum fengið fótboltaveisluna beint í æð og við ætlum okkur þrjú stig!

Kynningarkvöld KA fimmtudag kl. 19:30

Kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA verður á fimmtudaginn 18. júní og hefst klukkan 19:30 í KA-Heimilinu. Fyrsti heimaleikur liðsins í sumar er á laugardaginn svo það er um að gera að mæta, kynnast liðinu betur og ganga frá kaupum á ársmiða

Myndaveisla frá 4-1 sigri Þórs/KA í gær

Þór/KA hóf sumarið heldur betur af krafti með 4-1 heimasigri á Stjörnunni í gær á Þórsvelli. Stelpurnar hófu leikinn mjög vel og var sigur liðsins aldrei í hættu. María Catharina Ólafsd. Gros gerði fyrsta markið áður en Karen María Sigurgeirsdóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir komu liðinu í 3-0. Gestirnir minnkuðu muninn en annað mark frá Karen Maríu tryggði 4-1 sigurinn