Fréttir

Þór/KA Íslandsmeistari sumarið 2017

Þór/KA varð Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna sumarið 2017 og var það í annað skiptið sem liðið hampaði þeim stóra. Það má með sanni segja að sigur liðsins hafi komið mörgum á óvart en þegar spáð var í spilin fyrir sumarið virtust flestir reikna með hörkukeppni Vals, Breiðabliks og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn

Æfðu eins og KA-maður!

Knattspyrnufélag Akureyrar hélt nýverið uppá 92 ára afmælið sitt og hafa margir slagir verið teknir síðan okkar ágæta félag var stofnað. En þessi leikur sem er í gangi núna er án alls efa sá stærsti sem KA hefur tekið þátt í og sá allra mikilvægasti

Glæsisumar batt enda á 12 ára bið KA

KA féll úr efstu deild í knattspyrnu sumarið 2004 við tók löng barátta þar sem félagið barðist fyrir því að vinna sér aftur sæti meðal þeirra bestu. Tarkmarkinu var loksins náð sumarið 2016 eftir tólf ára langa bið í næstefstu deild

Dregið 8. apríl í happdrætti fótboltans

Meistaraflokkur KA í knattspyrnu hefur undanfarnar vikur staðið fyrir sölu happdrættismiða í fjáröflunarskyni fyrir komandi baráttu í Pepsi Max deildinni. Vegna stöðunnar sem nú er í gildi höfum við þurft að fresta drættinum í happdrættinu til miðvikudagsins 8. apríl næstkomandi

Þriðji sigur KA á N1 mótinu kom 2019

Strákarnir í A-liði KA bundu enda á 28 ára bið félagsins eftir sigri á N1 mótinu síðasta sumar þegar þeir unnu sannfærandi sigur á mótinu. Strákarnir léku við hvurn sinn fingur á mótinu og unnu alla 10 leiki sína

KA endurtók leikinn á N1 mótinu 1991

Árið 1991 endurtók KA leikinn frá árinu 1988 og vann sigur á N1 mótinu sem þá hét Esso-mótið. Að vísu gerðu KA strákarnir enn betur því bæði vannst sigur í keppni A-liða og D-liða og var þetta því annar sigur KA á mótinu sem fyrst fór fram sumarið 1987. Þjálfari strákanna var Jóhannes Gunnar Bjarnason

Þegar KA vann N1 mótið í fyrsta skiptið

N1 mót KA í knattspyrnu er í dag stærsta yngriflokka mót landsins en þar leika strákar í 5. flokki listir sínar. Mótið var fyrst haldið sumarið 1987 og bar þá nafnið Esso-mótið og hefur því sami styrktaraðili verið bakvið mótið með okkur KA mönnum frá upphafi sem er ómetanlegt og hlökkum við til að halda áfram þeirri samvinnu

KA Íslandsmeistari í knattspyrnu 1989

KA kom öllum á óvart sumarið 1989 þegar liðið hampaði Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu í fyrsta skiptið. Framganga liðsins er eitt af mestu ævintýrum í íslenskri knattspyrnu og gaf þar tóninn að vígi Reykjavíkurrisanna væri langt frá því að vera óvinnandi

Fyrsti Íslandsmeistaratitill KA í knattspyrnu

Knattspyrnufélag Akureyrar eignaðist sína fyrstu Íslandsmeistara á stórum velli í knattspyrnu sumarið 1988 þegar 2. flokkur kvenna gerði sér lítið fyrir og vann alla leiki sína og hampaði titlinum stóra. Reyndar hafði 6. flokkur karla hampað óopinberum Íslandsmeistaratitli árið 1985 en sigur stúlknanna var sá fyrsti sem er talinn á opinberu móti

Síðasti séns að tryggja sér afmælistreyju KA 1989!

Í tilefni af 30 ára afmælis Íslandsmeistaratitils KA í knattspyrnu fór KA af stað með sölu á sérstökum afmælistreyjum af varatreyju liðsins árið 1989. Liðið lék einmitt í bláu treyjunum góðu þegar titillinn var tryggður í Keflavík í lokaumferðinni. Á afmælistreyjunni eru áletruð úrslit sem og dagssetning leiksins og á bakinu stendur smátt Lifi Fyrir KA