Fréttir

Sumarið eftirminnilega árið 2001

Sumarið 2001 verður lengi í minnum haft hjá þeim sem koma að Knattspyrnufélagi Akureyrar. Eftir fall úr efstu deild sumarið 1992 hafði KA verið fast í næst efstu deild og það með misjöfnum árangri. Litlu munaði sumarið áður en núna var hinsvegar komið að því, liðið ætlaði sér upp og sýna og sanna að félagið ætti heima í efstu deild

KA lagði Magna 2-0 (myndaveisla)

KA lauk þátt í Lengjubikarnum í gærkvöldi er liðið mætti Magna frá Grenivík. KA liðið hafði átt tvo slaka leiki í röð og átti því ekki lengur möguleika á að fara uppúr riðlinum

Forpöntun á varatreyju yngri flokka KA

Knattspyrnu- og blakdeild KA gerðu á dögunum samning við Errea og munu því deildirnar leika í Errea klæðnaði næstu fjögur árin. Nú er hafin forpöntun á heimasíðu Errea með varatreyju yngriflokka KA í knattspyrnu

Lokaleikur KA í Lengjubikarnum í kvöld

KA mætir Magna í lokaleik liðanna í Lengjubikarnum klukkan 20:00 í Boganum í kvöld. KA liðið er staðráðið í að svara fyrir síðustu tvo leiki sína sem hafa báðir tapast og ljóst að strákarnir vilja klára mótið með stæl

Karen María gerði tvö mörk fyrir U19

Karen María Sigurgeirsdóttir lék þrjá æfingaleiki með U19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu á dögunum. Leikirnir voru liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðil um sæti á lokakeppni EM í apríl þar sem liðið mætir Hollandi, Skotlandi og Rúm­en­íu

KA sækir Víking heim í Lengjubikarnum

KA sækir Víking heim í Lengjubikarnum klukkan 16:00 í dag en liðin leika einmitt bæði í Pepsi Max deildinni og ljóst að leikurinn verður góð prófraun fyrir liðið í undirbúningnum fyrir komandi sumar. KA tapaði gegn Keflavík í síðasta leik og klárt að strákarnir vilja svara fyrir það

Tap gegn Keflavík í Lengjubikarnum

Keflvíkingar báru sigurorð af KA í Boganum í dag. KA leiddi 1-0 í hálfleik en gestirnir sem voru betri aðilinn í dag skoruðu tvö mörk í seinni hálfleik og unnu verðskuldaðan sigur 1-2.

Sindri valinn á úrtaksæfingar hjá U15

Sindri Sigurðsson hefur verið valinn á úrtaksæfingar hjá U15 ára landsliði Íslands í knattspyrnu. Sindri er gríðarlega öflugur strákur sem lék meðal annars sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir KA nú í desember er liðið mætti KA2 í Kjarnafæðismótinu

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA 2020

Knattspyrnudeild KA boðar til aðalfundar miðvikudaginn 11. mars kl 18:30 í KA-Heimilinu

Adam Örn og Sveinn Margeir í U19

KA á tvo fulltrúa í U19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem mun æfa dagana 3.-5. mars næstkomandi. Þetta eru þeir Adam Örn Guðmundsson og Sveinn Margeir Hauksson en báðir hafa þeir leikið stórt hlutverk í meistaraflokksliði KA á undirbúningstímabilinu