Fréttir

Sjö fulltrúar í U15 og U16 hópunum

KA og Þór/KA eiga alls sjö fulltrúa í U15 og U16 landsliðshópum í knattspyrnu sem æfa næstkomandi daga í Kaplakrika í Hafnarfirði. Það er mikil gróska í knattspyrnustarfinu okkar og frábær viðurkenning að jafn margir iðkendur úr okkar röðum séu valdir í landsliðsverkefni

Landsbankinn framlengir við knattspyrnudeild KA

Knattspyrnudeild KA og Landsbankinn skrifuðu í dag undir nýjan styrktarsamning sem mun gilda út keppnisárið 2022. Landsbankinn hefur verið öflugur bakhjarl deildarinnar og erum við afar þakklát fyrir áframhaldandi samstarf sem mun skipta miklu máli í knattspyrnustarfi KA

Búið að draga í happdrætti knattspyrnudeildar

Dregið var í happdrætti meistaraflokks KA í knattspyrnu í dag og þökkum við öllum þeim sem styrktu liðið með því að taka þátt. Fjáröflun sem þessi skiptir sköpum fyrir baráttuna í Pepsi Max deildinni í sumar og ákaflega gaman að sjá hve margir tóku þátt að þessu sinni

KA lagði Þór í vítakeppni (myndir)

KA tók á móti nágrönnum sínum í Þór í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins á KA-vellinum í gær. Liðin höfðu bæði unnið sannfærandi sigra í sínum riðli en riðlakeppninni lauk í upphafi febrúar og Akureyringar því búnir að bíða í þó nokkurn tíma eftir leiknum

Úrslitaleikur Kjarnafæðismótsins kl. 19:00

Það er heldur betur stórleikur á KA-vellinum í dag þegar KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins klukkan 19:00. Nú eru einungis nokkrir dagar í að hasarinn í sumar hefjist og verður spennandi að sjá standið á strákunum auk þess sem að leikir KA og Þórs eru ávallt veisla

Happdrætti knattspyrnudeildar KA

Meistaraflokkur KA í knattspyrnu stendur nú fyrir glæsilegu happdrætti þar sem verðmæti vinninga er yfir 1.500.000 krónum. Aðeins verður dregið úr seldum miðum og ansi miklar líkur á að hampa góðum vinning á sama tíma og þú leggur liðinu okkar lið fyrir komandi átök í sumar

Valdimar Logi skrifar undir sinn fyrsta samning

Valdimar Logi Sævarsson skrifaði á dögunum undir sinn fyrsta leikmannasamning við knattspyrnudeild KA en hann fagnaði einmitt 15 ára afmæli sínu á sama tíma

Dusan Brkovic gengur til liðs við KA

Knattspyrnudeild KA samdi í dag við Dusan Brkovic og mun hann því styrkja lið okkar enn frekar fyrir komandi baráttu í Pepsi Max deildinni í sumar. Dusan er 32 ára gamall varnarmaður sem kemur frá Serbíu en hann á yfir 150 leiki í Ungverjalandi og varð meðal annars Ungverskur meistari árið 2014

Fjórar frá Þór/KA í æfingahóp U15

Ólafur Ingi Skúlason þjálfari U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi á dögunum hóp leikmanna fyrir úrtaksæfingar og á Þór/KA alls fjóra fulltrúa í hópnum

Lengjubikarinn úti hjá KA og Þór/KA

KA og Þór/KA léku bæði á útivelli í Lengjubikarnum í dag en KA mætti Breiðablik í 8-liða úrslitunum karlamegin en Þór/KA sótti Fylki heim í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar