Fréttir

Ísfold, Jakobína og María valdar í U19

Þór/KA á þrjá fulltrúa í æfingahóp U19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem æfir dagana 7.-10. júní næstkomandi á Selfossi. Þetta eru þær María Catharina Ólafsdóttir Gros, Jakobína Hjörvarsdóttir og Ísfold Marý Sigtryggsdóttir

Brynjar Ingi lék 80 mínútur gegn Mexíkó

Brynjar Ingi Bjarnason lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Íslands hönd í nótt er Ísland mætti Mexíkó í æfingaleik í Dallas í Bandaríkjunum. Brynjar Ingi sem er aðeins 21 árs gamall var í byrjunarliðinu og lék nær allan leikinn í hjarta varnarinnar í 2-1 tapi Íslands

Sveinn Margeir valinn í U21 landsliðið

Sveinn Margeir Hauksson er í æfingahóp U21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu sem æfir dagana 1.-3. júní næstkomandi. Sveinn Margeir sem er 19 ára gamall kom af krafti inn í meistaraflokkslið KA á síðasta tímabili og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér

Ívar Arnbro með fyrsta samninginn við KA

Ívar Arnbro Þórhallsson skrifaði í dag undir sinn fyrsta samning við meistaraflokkslið KA í knattspyrnu en samningurinn er til þriggja ára. Ívar sem er 15 ára gamall er gríðarlega efnilegur markvörður sem er að koma uppúr yngriflokkum félagsins

Frábært myndband frá toppslagnum

Það var hart barist á Dalvíkurvelli á föstudaginn þegar KA og Víkingur mættust í toppslag í Pepsi Max deildinni. Því miður féllu hlutirnir ekki með okkur að þessu sinni en strákarnir svara fyrir sig í næsta leik, það er ekki spurning

Víkingar unnu toppslaginn (myndaveisla)

KA tók á móti Víkingum í toppslag í 5. umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta á Dalvíkurvelli í gær. Bæði lið voru ósigruð með 10 stig fyrir leikinn og var mikil eftirvænting fyrir leiknum. Þórir Tryggvason ljósmyndari var á leiknum og býður til myndaveislu frá herlegheitunum og kunnum við honum bestu þakkir fyrir

Brynjar Ingi valinn í A-landslið Íslands

Brynjar Ingi Bjarnason var í dag valinn í A-landslið Íslands í knattspyrnu sem er á leið til Bandaríkjanna þar sem liðið mun spila æfingaleik við Mexíkó. Leikurinn fer fram 30. maí næstkomandi

KA og Þór/KA fengu útileik í bikarnum

Dregið var í Mjólkurbikarnum í hádeginu og fengu bæði KA og Þór/KA krefjandi útileiki. KA sækir Stjörnuna heim í 32-liða úrslitum karlamegin en Þór/KA sækir FH heim í 16-liða úrslitum kvennamegin

Þriðji sigur KA í röð kom í Keflavík

KA sótti Keflvíkinga heim í fjórðu umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Fyrir leikinn var KA eitt af fjórum toppliðum deildarinnar með 7 stig og alveg klárt að strákarnir voru mættir á Suðurnesið til að sækja þrjú mikilvæg stig

Við ætlum okkur alla leið!

Kæru KA-menn, við hjá knattspyrnudeild KA viljum standa fyrir öflugu afreksstarfi og vera leiðandi félag á Norðurlandi sem og landinu öllu. Það er markmið okkar að geta teflt fram samkeppnishæfu liði við þau bestu á landinu um leið og við viljum búa til farveg fyrir unga og efnilega leikmenn félagsins að keppa undir merkjum KA