25.07.2021
Hasarinn heldur áfram í Pepsi Max deild karla í dag þegar KA sækir Leiknismenn heim í Breiðholtið. Með sigri blandar KA liðið sér af krafti inn í toppbaráttuna sem hefur heldur betur harnað að undanförnu auk þess sem KA hefur leikið einum leik minna en flest lið deildarinnar
19.07.2021
KA tók á móti HK á Greifavellinum í gær en leikurinn var fyrsti heimaleikur KA liðsins á Akureyri í sumar. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum auk þess sem að þrjú ansi mikilvæg stig voru í húfi. Ekki skemmdi svo fyrir að veðrið lék við Akureyringa og mættu rétt tæplega 1.000 manns á völlinn
17.07.2021
Dagbjartur Búi Davíðsson skrifaði í gær undir sinn fyrsta samning við meistaraflokkslið KA í knattspyrnu. Dagbjartur sem er 15 ára gamall er gríðarlega öflugur leikmaður sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína á vellinum
12.07.2021
Það hefur ekki farið framhjá neinum að KA hefur spilað heimaleiki sína til þessa á Dalvíkurvelli. Þrátt fyrir að þurfa að gera sér ferð út fyrir bæjarmörkin og svo aftur heim hefur mikill fjöldi stuðningsmanna okkar ekki látið það stoppa sig og hefur mætingin á leikina á Dalvík verið til fyrirmyndar
12.07.2021
Þór/KA tók á móti ÍBV í fyrstu umferð seinni hluta Pepsi Max deildar kvenna í fótboltanum í gær. Fyrir leik munaði aðeins einu stigi á liðunum og voru því gríðarlega mikilvæg stig í húfi fyrir bæði lið en á sama tíma og stutt er upp í efri hluta deildarinnar er stutt niður í botnbaráttuna
10.07.2021
Hallgrímur Mar og Hrannar Björn Steingrímssynir skrifuðu báðir undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og eru nú samningsbundnir út sumarið 2023. Báðir eru þeir algjörir lykilmenn í liði KA sem er í toppbaráttu efstu deildar í sumar auk þess að vera komið áfram í Mjólkurbikarnum
05.07.2021
35. N1 mót KA var haldið á KA svæðinu dagana 30. júní - 3. júlí 2021. Mótið heldur áfram að stækka ár frá ári og var metþáttaka í ár er 216 lið kepptu í 9 deildum. Keppendur voru um 2.150 en alls voru leiknir 1056 leikir sem gera 29.832 mínútur af fótbolta
02.07.2021
Að gefnu tilefni vill knattspyrnudeild KA taka eftirfarandi fram. Heimavöllur okkar Greifavöllurinn, er enn ekki tilbúinn til notkunar fyrir lið okkar, sem nú berst í toppbaráttu Pepsi Max deildar karla. Við höfðum miklar væntingar til þess að geta spilað næsta leik okkar gegn KR á heimavelli okkar, en því miður ganga þær væntingar okkar ekki eftir
01.07.2021
Mikkel Qvist snýr aftur til liðs við KA en knattspyrnudeild KA og Horsens hafa náð saman um lánsamning út núverandi leiktíð. Mikkel sem vakti verðskuldaða athygli með KA liðinu á síðustu leiktíð en hann lék alls 17 leiki í deild og bikar og gerði í þeim eitt mark
30.06.2021
Knattspyrnudeild KA hefur gengið frá samkomulagi við ítalska liðið U.S. Lecce um félagaskipti Brynjars Inga Bjarnasonar með hefðbundum fyrirvörum, til að mynda um læknisskoðun