Fréttir

Sigmundur Þórisson fyrrverandi formaður KA er látinn

Sigmundur var formaður KA á árunum 1989-1998, lengst allra formanna félagsins. Áður hafði Sigmundur starfað ötullega fyrir félagið og var m.a. í stjórn Júdódeildar KA
Lesa meira

Happdrætti blakdeildar KA - 95 vinningar!

Blakdeild KA stendur fyrir glæsilegu happdrætti þessa dagana. Alls eru 95 vinningar í pottinum og ljóst að líkur á vinning eru ansi miklar! Heildarverðmæti vinninga eru samtals 1.320.433 krónur sem er einnig ansi veglegt
Lesa meira

RISA myndaveisla frá bikarsigri KA!

KA er Bikarmeistari í knattspyrnu í fyrsta skiptið í sögu félagsins eftir stórkostlegan 2-0 sigur á Víkingum á Laugardalsvelli. Það má með sanni segja að þetta hafi verið okkar dagur en rúmlega 1.600 stuðningsmenn KA mynduðu ógleymanlega stemningu bæði fyrir leik sem og á leiknum sjálfum
Lesa meira

"Vonumst til að sjá ykkur sem flest um helgina"

Blakveisla vetrarins hefst um helgina með þremur heimaleikjum en á laugardaginn tekur karlalið KA móti Vestra kl. 15:00 og stelpurnar okkar mæta svo Álftanesi kl. 17:30. Á sunnudeginum taka strákarnir loks á móti Íslandsmeisturum Hamars klukkan 14:00
Lesa meira

Handboltaakademía fyrir öfluga krakka

KA og KA/Þór standa fyrir handboltaakademíu fyrir öfluga stráka og stelpur en þar verður einstaklingsmiðuð handknattleiksþjálfun, fyrirlestrar og fræðsla um allt sem kemur að þjálfun og öðrum þáttum sem eru mikilvægir fyrir íþróttafólk
Lesa meira

Ekki missa af hópferð á bikarúrslitaleikinn!

KA og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í knattspyrnu laugardaginn 21. september á Laugardalsvelli og er eftirvæntingin í hámarki. Við erum með hópferð fyrir þá sem vantar far frá Akureyri og til baka og hvetjum við ykkur eindregið til að nýta ykkur þetta kostaboð
Lesa meira

Skúli Ágústar heiðursgestur á bikarúrslitaleiknum

Skúli Gunnar Ágústsson er heiðursgestur KA á úrslitaleik KA og Víkings í Mjólkurbikar karla á Laugardalsvelli nk. laugardag, 21. september
Lesa meira
Almennt - 20:30

Bikarúrslita-BarSvar í KA-heimilinu á þriðjudag

Á morgun, þriðjudag, verður formlega byrjað að hita upp fyrir Bikarúrslitaleik KA og Víkings í KA-heimilinu. Það verður gert með hinu geysivinsæla BarSvari sem fer fram í fundarsal KA-heimilisins kl. 20:30
Lesa meira

Stelpurnar eru klárar fyrir veturinn!

Blakveislan hefst með látum á morgun, laugardag, þegar stelpurnar okkar mæta Aftureldingu í keppni Meistara Meistaranna kl. 16:00 að Varmá. Stelpurnar okkar eru heldur betur klárar í slaginn og tókum við púlsinn á þeim Amelíu Ýr og Lovísu Rut fyrir fyrsta leik tímabilsins
Lesa meira

Markmannsæfingar handboltans á þriðjudögum

Handknattleiksdeild KA verður með sérstakar markmannsæfingar fyrir metnaðarfulla stráka og stelpur á þriðjudögum í vetur. Svavar Ingi Sigmundsson yfirþjálfari deildarinnar mun sjá um æfingarnar sem verða klukkan 6:20 á þriðjudagsmorgnum
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband