Softballmót KA og KA/Þór

Handbolti

Laugardaginn 4. mars setur handknattleiksdeild KA/Þórs og KA á stokk softballmót fyrir alla þá sem hafa gaman af því að hreyfa sig og hafa gaman. Spilað verður í KA heimilinu en mótið er aðeins ætlað einstaklingum 18 ára og eldri. Búningar lífga upp á stemmninguna en verður það valkvætt fyrir lið hvort tekið sé þátt í því. Aldrei að vita nema verðlaun verði veitt fyrir flottustu búningana🤩
Þátttökugjaldið er 3990kr á mann og er innifalið í því glaðningur fyrir liðið sem verður veittur við upphaf mótsins og miði á lokhófið sem verður haldið með pomp og prakt um kvöldið (meira um það síðar).

Ertu áhugamaður um handbolta eða jafnvel gömul kempa? Þá ertu á réttum stað því við bjóðum upp á tvær deildir (atvinnumannadeild og áhugamannadeild). Reglurnar eru einfaldar: spilað er með mjúkan bolta, 5 inná í einu (með markmanni), markmaður kemur með í sókn, hver leikur er 10 mín, bónusstig fyrir tilþrif og margt fleira skemmtilegt.
Skráning fer fram í gegnum netfangið softballmotak@gmail.com!Þegar þú skráir liðið þitt til leiks þurfa þessir þættir að koma fram:
- Nafn liðsins
- Fyrirliði liðsins (Fullt nafn og netfang) Til þess að hægt sé að hafa samband
- Í hvaða deild villtu að liðið þitt spili (áhugamanna- eða atvinnumannadeildinni)?
- Hvað eru margir liðsmenn?

Skorum á alla til að taka þátt og hafa gaman saman - skráning á softballmotak@gmail.com


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is