KA/Þór - Haukar í beinni á KA-TV

Handbolti

KA/Þór tekur á móti Haukum í gríðarlega mikilvægum leik í Olísdeild kvenna klukkan 17:30 í KA-Heimilinu í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum fyrir leik og því um algjöran fjögurra stiga leik að ræða.

Í kjölfarið af leiknum er stórleikur KA og Aftureldingar í bikarkeppni karla klukkan 20:00 og því eina vitið að taka daginn snemma og mæta á báða leiki. Pizzur og hamborgarar verða til sölu í kringum leikina.

KA-TV sýnir leik KA/Þórs og Hauka beint á YouTube ykkur að kostnaðarlausu en leikur KA og Aftureldingar verður í beinni á RÚV2. Annars hvetjum við ykkur eindregið til að mæta og styðja okkar lið til sigurs, áfram KA og KA/Þór!

Smelltu hér til að opna útsendingu KA-TV


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is