21.08.2023
Æfingartafla Haustannar 2023 er loksins komin inn á heimasíðuna.
Hún er birt með fyrirvara um breytingar vegna brottfalls, stundaskráa þjálfara úr framhaldsskólum og annarrar hagræðinga.
20.08.2023
Handboltinn fer aftur að rúlla eftir helgi og hefjast æfingar yngriflokka KA og KA/Þórs á mánudaginn, 21. ágúst. Það er svo sannarlega mikil eftirvænting hjá okkur að byrja aftur og byggja áfram ofan á frábærum árangri undanfarinna ára
18.08.2023
Arna Valgerður Erlingsdóttir hefur verið ráðin aðalþjálfari kvennaliðs KA/Þórs og er mikil eftirvænting í okkar herbúðum fyrir komandi vetri. KA/Þór hefur á undanförnum árum stimplað sig inn sem eitt besta lið landsins og hampað meðal annars Íslandsmeistaratitlinum og Bikarmeistaratitlinum
12.08.2023
Það styttist í að handboltinn fari að rúlla og leikur KA tvo æfingaleiki við Víking um helgina. Liðin mætast klukkan 14:00 í KA-Heimilinu á laugardeginum og svo aftur kl. 15:00 í Höllinni á sunnudaginn
12.08.2023
Þorri Mar Þórisson er genginn í raðir sænska liðsins Öster en hann hefur staðist læknisskoðun félagsins og skrifaði undir samning nú í morgun. Þorri skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2026 en Öster kaupir Þorra af KA og er hann fimmti leikmaður okkar sem við seljum út síðustu sex árin
10.08.2023
KA sækir stórlið Club Brugge heim í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar UEFA klukkan 18:00 í kvöld á Jan Breydelstadion í Brugge í Belgíu. Það má búast við ansi krefjandi leik en lið Brugge er fornfrægt lið sem fór í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð
10.08.2023
Fundargerð félagsfundar sem haldinn var 8.ágúst. Stjórn vill þakka öllum þeim sem mættu á fundinn, það styrkti okkur í áframhaldandi sjálfboðavinnu fyrir félagið. Stjórn vill koma því hér á framfæri sem kom greinilega ekki skýrt fram á fundinum. Allir fastráðnir starfsmenn FIMAK verða endurráðnir, verið er að vinna að ráðningarsamningum þeirra.
09.08.2023
Fimleikafélag Akureyrar verður með íþróttaskóla líkt og síðustu ár fyrir börn fædd 2021-2018.
Hóparnir kallast S-hópar og æfa 1x í viku á laugardögum.
Æfingar hefjast laugardaginn 2.september
Yfirþjálfari er Ármann Ketilsson ásamt hjálparhellum
S2 og S3 hópar eru að fyllast en endilega skráið barnið á biðlista (sami linkur) og við bætum við auka hópi!
07.08.2023
FIMAK óskar eftir að ráða þjálfara í hóp- og áhaldafimleika. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.
Umsóknum ástamt ferilskrá skal senda á skrifstofa@fimak.is - umsóknarfrestur er til og með 20.ágúst nk.
Frekari upplýsingar veitir Alexandra, skrifstofustjóri félagsins í tölvupósti á skrifstofa@fimak.is.
04.08.2023
FIMAK býður upp á grunnhópa í fimleikum þar sem farið er yfir grunnatriði í fimleikum. Iðkendur fá bæði að kynnast áhaldafimleikum og hópfimleikum. Eftir grunnhópana færa þau sig annaðhvort upp í áhaldafimleika eða hópfimleika.