Fréttir

Breytt fyrirkomulag á áhorfsviku

FIMAK tilkynnir breytt fyrirkomulag á áhorfsviku. Frá og með haustönn 2023 mun vera haldin ein áhorfsvika um miðbik annar. Þá er foreldrum/forráðamönnum,systkinum, ömmum og öfum velkomið að sitja inn í sal á meðan á æfingu stendur og fylgjast með. Fyrir utan þessa einu áhorfsviku biðjum við alla að bíða frammi í anddyri hússins. Ef af einhverjum ástæðum þið komist ekki umrædda viku, þá talið endilega við þjálfara hópsins um að fá að vera inni utan þess tíma sem auglýstur hefur verið. Þeir sem koma með lítil börn inn í fimleikasalinn á meðan æfingar standa yfir þurfa að passa vel upp á. Að börn séu EKKI inn á æfingasvæðinu eða fimleikaáhöldum, það getur skapað hættu. Einbeiting og hraði iðkenda er mikill í hlaupum og stökkvum og því getur skapast mikil hætta ef barn verður fyrir eða truflar iðkendur. Áhorfsvikan mun vera auglýst á heimasíðu FIMAK og facebooksíðu. Einnig munu allir fá skilboð á Sportabler með dagsetningu.

Patti framlengir við KA um tvö ár

Patrekur Stefánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Eru þetta afar góðar fregnir enda Patti lykilmaður í KA-liðinu og verið það undanfarin ár

Kristín Aðalheiður framlengir um tvö ár

Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og leikur því með áfram með liðinu. Þetta eru frábærar fréttir en Kristín er uppalin hjá KA/Þór og afar mikilvægur hlekkur í okkar öfluga liði

Styrktarmót handknattleiksdeildar KA 2. sept

Hið árlega styrktarmót handknattleiksdeildar KA verður haldið laugardaginn 2. september en leikið verður á Jaðarsvelli. Í fyrra mættu 136 kylfingar til leiks og var mikið fjör á vellinum

Helgi Rúnar Bragason er fallinn frá

Framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar, Helgi Rúnar Bragason, er látinn aðeins 47 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Helgi Rúnar var ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra ÍBA í mars 2018 og gegndi hann stöðunni allt til hins síðasta

Sameiningarviðræður

Á fundi stjórnar FIMAK í gær var sú àkvörðun tekin ùt frà hagsmunum FIMAK að hefja samningaviðræður við KA. Næsti fundur FIMAK og KA hefur ekki verið ákveðinn en verður settur við fyrsta tækifæri í næstu viku.

Vetrartöflur yngriflokka knattspyrnudeildar KA

Vetrarstarfið í fótboltanum fer nú senn að hefjast og birtum við hér vetrartöflur knattspyrnudeildar. Við ítrekum þó að það er afar mikilvægt að allir notist við Sportabler þar sem æfingar geta tekið breytingum, sérstaklega helgaræfingar vegna mótahalds í Boganum

Blakæfingarnar byrja á mánudaginn!

Æfingar blakdeildar KA hefjast á mánudaginn (28. ágúst) og hvetjum við alla sem hafa áhuga til að koma og prófa þessa stórskemmtilegu íþrótt. Æfingar fara fram í KA-Heimilinu, Naustaskóla og Höllinni en mikil fjölgun hefur orðið í blakinu hjá KA undanfarin ár og erum við afar stolt af því

Þorvaldur aðstoðar Örnu í vetur

Þorvaldur Þorvaldsson verður aðstoðarþjálfari KA/Þórs í vetur og verður því Örnu Valgerði Erlingsdóttur innan handar. Er þetta afar jákvætt skref en Valdi er rétt eins og Arna öllum hnútum kunnugur innan félagsins og er auk þess hokinn reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari

Laus pláss í K-hópa

Við erum með laus pláss í K-hópana okkar sem eru áhaldafimleikahópar stráka. Mario og Tumi taka vel á móti öllum strákum sem vilja koma og prófa áhaldafimleika.