Fréttir

Rakel Sara snýr aftur í KA/Þór!

Rakel Sara Elvarsdóttir er snúin aftur heim í KA/Þór og tekur því slaginn með liðinu í vetur. Þetta eru stórkostlegar fréttir en Rakel er einn besti hægri hornamaður landsins og klárt að endurkoma hennar mun styrkja lið okkar gríðarlega fyrir átök vetrarins

Ársmiðasalan er hafin fyrir blakveislu vetrarins!

Blakveisla vetrarins hefst í KA-Heimilinu á laugardaginn með leikjum Meistara Meistaranna en bæði karla- og kvennalið KA verða í eldlínunni. Stelpurnar okkar mæta HK klukkan 16:30 og strákarnir mæta Hamarsmönnum klukkan 19:00

Handboltaleikjaskólinn hefst á sunnudaginn

Hinn sívinsæli handboltaleikjaskóli hefst á sunnudaginn í Naustaskóla fyrir krakka á leikskólaaldri. Sjá nánar með því að smella á fréttina

Ársmiðasalan er hafin í Stubb!

Handboltaveturinn hefst með látum á laugardaginn þegar KA og KA/Þór hefja leik í Olísdeildunum. Strákarnir sækja Selfyssinga heim en stelpurnar okkar eiga heimaleik á móti ÍBV. Sérstakt kynningarkvöld verður í KA-Heimilinu kl. 20:00 í kvöld og hvetjum við alla sem geta til að mæta

3 dagar í fyrsta leik | Patrekur Stefánsson: Samheldni og leikgleði mun koma okkur langt í vetur

Það eru aðeins þrír dagar í að KA hefji leik í Olís-deild karla. KA leikur gegn Selfossi, á Selfossi á laugardaginn kemur. Það er mikil tilhlökkun fyrir komandi vetri hjá karlaliðinu okkar og af því tilefni fékk heimasíðan Patrek Stefánsson til að svara nokkrum spurningum

4 dagar í fyrsta leik | Anna Þyrí svarar hraðaspurningum

Anna Þyrí Halldórsdóttir leikmaður KA/Þórs er spennt fyrir komandi tímabili. Það eru aðeins fjórir dagar í það að KA/Þór taki á móti ÍBV á heimavelli laugardaginn 9. september kl. 13:00

Miðasala hafin á bikarúrslitaleikinn

KA og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í knattspyrnu laugardaginn 16. september á Laugardalsvelli og er eftirvæntingin í hámarki. Miðasala er nú farin af stað en miðasalan fer öll í gegnum Tix.is, athugið að ekki er hægt að kaupa miða á vellinum eða á öðrum stöðum

Kynningarkvöld handboltans á miðvikudaginn

Kynningarkvöld handknattleiksdeildar KA verður í KA-Heimilinu á miðvikudaginn 6. september kl. 20:00. Það er spennandi handboltavetur framundan og eina vitið að koma sér í gírinn fyrir handboltaveislu vetrarins

Óskum eftir foreldrum í foreldraráð

Nú þegar önnin er farin af stað er búið að halda foreldrafundi í nokkrum hópum og fleiri fundir verða á næstunni. Þar er m.a. óskað eftir fulltrúum í foreldraráð og einnig óskað eftir foreldrum/forráðamönnum sem nokkurskonar tengillið hópsins við þjálfara, stjórn og starfsfólk. Þeim sem hafa áhuga á að skrá sig í foreldraráð eða gerast tengiliður vinsamlegast sendið póst á formadur@fimak.is - FIMAK vantar fleiri sjálfboðaliða, án sjálfboðaliðans er ekkert félag.

Stórafmæli í september

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í september innilega til hamingju.