25.09.2020
KA tók á móti HK á Greifavellinum í gær í Pepsi Max deild karla. Gestirnir komust yfir snemma leiks en Almarr Ormarsson tryggði KA-liðinu jafntefli með þrumuskoti fyrir utan teig er 10 mínútur lifðu leiks
24.09.2020
KA og HK mættust í hörkuleik í KA-Heimilinu í gærkvöldi í 2. umferð Mizunodeildar kvenna í blaki. Þarna mættust liðin sem hafa barist um titlana undanfarin ár og stóð leikurinn heldur betur undir nafni sem stórleikur
24.09.2020
Þór/KA/Hamrarnir og Grótta/KR mætast í undanúrslitum Íslandsmótsins í 3. flokki kvenna í knattspyrnu klukkan 12:00 í Boganum í dag. Stelpurnar eru búnar að eiga frábært sumar og tryggðu sér á dögunum sæti í bikarúrslitunum
22.09.2020
KA tekur á móti HK á Greifavellinum á fimmtudaginn klukkan 16:00 í mikilvægum leik í Pepsi Max deildinni. Með sigri geta strákarnir jafnað HK í 7. sætinu en HK er með 18 stig eftir 15 leiki á sama tíma og KA er með 15 stig í 10. sætinu eftir 14 leiki
22.09.2020
KA tekur á móti HK í annarri umferð Mizunodeildar kvenna í blaki í KA-Heimilinu á miðvikudaginn klukkan 20:00. Liðin hafa barist um helstu titlana undanfarin ár og má búast við svakalegum leik en KA liðið er með eitt stig eftir fyrsta leik vetrarins þar sem liðið tapaði í oddahrinu gegn Aftureldingu
21.09.2020
Björgvin Máni Bjarnason og Þorvaldur Daði Jónsson skrifuðu á dögunum undir sína fyrstu samninga við knattspyrnudeild KA. Þarna eru á ferðinni tveir gríðarlega efnilegir drengir sem eru uppaldir í félaginu og verður gaman að sjá hvort að þeir nái að brjóta sér leið inn í meistaraflokkslið KA á komandi árum
20.09.2020
KA/Þór tók á móti Stjörnunni í fyrsta heimaleik liðsins í Olís deild kvenna í KA-Heimilinu í gær. Eftir flottan fyrri hálfleik þar sem KA/Þór leiddi 13-11 datt spilamennskan niður í þeim síðari og gestirnir gengu á lagið
19.09.2020
KA sækir Fjölni heim klukkan 14:00 í Pepsi Max deild karla í fótboltanum í dag. Strákarnir unnu góðan 2-0 sigur á Fylki í síðustu umferð og geta komið sér í ansi góða stöðu fyrir síðari hluta deildarinnar með sigri í Grafarvoginum
19.09.2020
Blakveturinn er farinn af stað og nú er komið að karlaliði KA en KA sækir Fylki heim í fyrstu umferð Mizunodeildar karla klukkan 19:00 í dag. Strákarnir ætla sér stóra hluti í vetur og fyrsta verkefni vetrarins er gegn nýliðum Fylkis
18.09.2020
KA/Þór tekur á móti Stjörnunni í fyrsta heimaleik liðsins í Olís deild kvenna í handboltanum á morgun, laugardag. Liðunum er spáð álíku gengi í vetur og má búast við miklum baráttuleik í KA-Heimilinu klukkan 14:30