19.08.2020
Í dag barst póstur frá Fimleikasambandi Íslands með reglum sem fimleikafélög þurfa að vinna eftir. Fimleikafélagið hefur tekið ákvörðun um að æfingar sem áttu að hefjast á morgunn frestast fram í næstu viku og hefjum við æfingar strax eftir helgina. Allar upplýsingar um starfið í næstu viku eru væntanlega fyrir helgi. Næstu dagar fara í að undirbúa húsið og starfsemina svo hægt sé að framfylgja öllum sóttvarnar reglum sem eiga við um okkar starf.
Með von um skilning
Starfsfólk FIMAK
16.08.2020
Þá er komið að fyrsta leik Þórs/KA eftir Covid-19 pásuna en liðið mætir í Garðabæinn í dag og mætir þar liði Stjörnunnar klukkan 16:00. Stelpurnar unnu góðan 2-1 sigur í síðasta leik og eru staðráðnar í að sækja 3 stig gegn Stjörnunni
16.08.2020
Sæl
Nú fer vetrarstarfið að hefjast hjá okkur eftir gott sumarfrí. Þjálfarar eru að klára sumarfríin sín og kom spræk til vinnu að því loknu. Keppnishópar munu hefja æfingar 20. ágúst og almennir hópar hefja æfingar 31. ágúst. Verið er að raða niður í hópa og útbúa stundaskrá fyrir veturinn. Frekari upplýsinga er að vænta næstu daga.
Hlökkum til vetrarins með ykkur
Starfsfólk FIMAK
15.08.2020
Eftir rúmlega tveggja vikna stopp er komið að næsta leik hjá KA þegar liðið sækir sterkt lið Vals heim á Origo vellinum klukkan 16:00 í dag. Fyrir leikinn er Valur á toppi deildarinnar með 19 stig eftir 9 leiki en KA liðið er með 8 stig eftir 8 leiki
03.08.2020
Rakel Sara Elvarsdóttir, Helga María Viðarsdóttir og Hildur Lilja Jónsdóttir voru í eldlínunni í Færeyjum um helgina þar sem U16 og U18 ára landslið Íslands í handbolta léku æfingaleiki við Færeysku jafnaldra sína. Bæði lið léku tvívegis og en leikið var á laugardegi og sunnudegi
01.08.2020
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í ágúst innilega til hamingju.
31.07.2020
ÍBV sló KA útúr Mjólkurbikarnum í framlengdum leik á Greifavellinum í gær. Engir áhorfendur voru leyfðir á leiknum vegna Covid-19 ástandsins og var því ansi sérstakt andrúmsloft á vellinum. Egill Bjarni Friðjónsson ljósmyndari var á leiknum og býður hér til myndaveislu frá hasarnum
30.07.2020
KA og ÍBV mættust í dag í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Greifavellinum á Akureyri. Engir áhorfendur voru á leiknum sökum reglna yfirvalda vegna Covid 19 faraldursins. Gestirnir úr ÍBV fóru með sigur af hólmi 1-3 eftir framlengingu.
30.07.2020
Strandhandboltamótum og strandblaksmótum sem áttu að fara fram um helgina hefur verið aflýst vegna Covid-19 veirunnar. KA mun að sjálfsögðu fara áfram eftir tilmælum stjórnvalda og biðlum til ykkar allra að fara að öllu með gát. Kapp er best með forsjá, áfram KA
30.07.2020
Athugið að vegna Covid-19 stöðunnar verða áhorfendur ekki leyfðir á leik dagsins. Aðeins starfsmenn á leiknum og stjórnarmenn félaganna mega vera viðstaddir. Minnum á að leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og því ekkert mál að fylgjast með gangi mála