Fréttir

Handboltaæfingar fara aftur af stað

Handboltavertíðin fer að hefjast á ný eftir smá sumarfrí og munu yngriflokkar KA og KA/Þórs hefja æfingar þriðjudaginn 4. ágúst næstkomandi. Athugið að eftirfarandi tafla gildir út næstu viku og verða örlitlar breytingar á æfingatímum milli vikna hjá sumum flokkum fram að skólabyrjun

Endurkomusigur Þórs/KA gegn KR (myndir)

Þór/KA komst aftur á sigurbraut þegar liðið vann afar góðan 2-1 sigur á KR á Þórsvellinum í gær. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum og því ansi mikilvæg stig í húfi. Enda varð úr að leikur liðanna var hörkuspennandi og því ansi sætt að stelpurnar skyldu ná í stigin þrjú að lokum

Hörkuleikur hjá Þór/KA gegn KR í dag

Þór/KA tekur á móti KR í Pepsi Max deild kvenna í dag klukkan 18:00 á Þórsvelli en fyrir leikinn eru liðin jöfn í 5. og 6. sæti með 7 stig og má því búast við hörkuleik

Myndaveislur frá hörkuleik KA og KR

Leikur KA og KR í gær á Greifavellinum var dramatískur í meira lagi og voru strákarnir hársbreidd frá því að leggja Íslandsmeistarana að velli. KA-liðið skoraði að því er virtist löglegt mark sem var síðar dæmt af auk þess sem vítaspyrna fór í súginn

Dramatískar lokamínútur í jafntefli gegn KR

KA og KR mættust í dag í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar á Greifavellinum á Akureyri. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en dramatíkin var allsráðandi á lokakafla leiksins.

Risaleikur gegn KR kl. 16:00 í dag

Það er heldur betur stórleikur á dagskrá í dag þegar KA tekur á móti Íslandsmeisturum KR á Greifavellinum klukkan 16:00. Leikir liðanna undanfarin ár hafa verið stál í stál og má svo sannarlega búast við hörkuleik í dag

Myndir frá 2-2 jafntefli Þórs/KA og Fylkis

Þór/KA tók á móti Fylki í Pepsi Max deildinni í gær en búist var við hörkuleik og það varð heldur betur raunin. Okkar lið hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð í deildinni eftir flotta byrjun en gestirnir úr Árbænum voru í 3. sætinu og voru ósigraðar

KA Podcastið: Arnar Grétars mættur norður

Hlaðvarpsþáttur KA snýr aftur eftir nokkra pásu en að þessi sinni fá þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Hjalti Hreinsson til sín Arnar Grétarsson nýráðinn þjálfara KA í knattspyrnu til sín. Arnar er þrautreyndur í knattspyrnuheiminum og er heldur betur ástæða fyrir KA fólk að kynnast nýja stjóranum okkar

Strandblaksmót KA um Versló!

Blakdeild KA í samvinnu við Icelandic Summer Games verður með blakmót í Kjarnaskógi um verslunarmannahelgina. Mótin eru tvö og ættu því allir að geta tekið þátt í fjörinu og tilvalið að hreyfa sig aðeins um helgina í góðum félagsskap

Þór/KA tekur á móti Fylki

Baráttan heldur áfram í Pepsi Max deild kvenna í kvöld þegar Þór/KA tekur á móti Fylki á Þórsvelli klukkan 18:00. Stelpurnar unnu tvo frábæra sigra í fyrstu tveimur leikjum sumarsins en hafa tapað síðustu þremur leikjum og eru staðráðnar í að koma sér aftur á beinu brautina