24.10.2020
Handboltaleikjaskóli KA verður ekki á morgun, sunnudaginn 25. október, vegna Covid stöðunnar. Stefnt er hinsvegar á að vera með tíma um næstu helgi og mun koma inn tilkynning þegar nær dregur
23.10.2020
Nú er að hefjast sala á KA andlitsgrímum sem uppfylla öll skilyrði almannavarna og því um að gera að tryggja öryggi sitt og annarra á sama tíma og þú sýnir félaginu þínu stuðning!
15.10.2020
Æfingar yngri flokka KA í knattspyrnu hafa verið í haustfríi undanfarnar vikur en hefjast á nýjan leik laugardaginn 17. október. Frábær árangur náðist í sumar hjá liðum KA og eru gríðarlega spennandi tímar framundan í fótboltanum hjá okkur
14.10.2020
Við viljum minna alla á að huga að eigin sóttvörnum og ef að hægt er að leysa erindi þitt í KA-heimilið með símtali eða tölvupósti bendum við á að nota þá leið frekar en að koma í húsið.
12.10.2020
Kristijan Jajalo skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við Knattspyrnudeild KA og er því samningsbundinn út sumarið 2022. Þetta eru ákaflega jákvæðar fréttir enda hefur Jajalo staðið fyrir sínu í rammanum frá því hann gekk til liðs við KA fyrir sumarið 2019
12.10.2020
Kvennalið KA/Þórs í handboltanum er farið af stað með sölu á KA og Þórs náttfötum fyrir krakka sem og náttbuxur fyrir alla. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að fjárfesta í þessum glæsilegu náttfötum/náttbuxum og styrkja í leiðinni okkar frábæra lið
09.10.2020
Arnar Grétarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Knattspyrnudeild KA og mun því áfram stýra KA. Arnar sem tók við liðinu í júlí síðastliðnum hefur komið af miklum krafti inn í starfið og aðeins tapað einum leik í Pepsi Max deildinni og híft liðið upp töfluna
08.10.2020
Handboltaleikjaskóli KA fer í smá frí vegna Covid stöðunnar og verður því ekki tími á sunnudaginn. Handboltaleikjaskólinn er nýtt framtak hjá Handknattleikdeild KA sem gefur krökkum fædd árin 2015-2017 tækifæri á að hreyfa sig og fá smjörþefinn af því að æfa handbolta en skólinn fer iðulega fram kl. 10:00 í Naustaskóla á sunnudögum
06.10.2020
Mikilvægasta vörnin gegn COVID-19 í tengslum við æfingar er að farið sé eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda eins og nokkur kostur er. Heimilt er að stunda keppnisíþróttir og við stefnum því á að halda úti júdóæfingum eins og kostur er. Undanþága frá 1 metra reglu fyrir iðkendur og þjálfara gildir aðeins á æfingasvæðinu, ekki utan þess.
06.10.2020
Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Selfyssingum í Pepsi Max deild kvenna er liðin mættust í Boganum á sunnudaginn. Baráttan í deildinni er gríðarlega hörð og skiptir hvert einasta stig gríðarlega miklu máli en nú eru aðeins tvær umferðir eftir af deildinni