Fréttir

Handboltaleikjaskólinn áfram í fríi

Handboltaleikjaskóli KA verður ekki á morgun, sunnudaginn 25. október, vegna Covid stöðunnar. Stefnt er hinsvegar á að vera með tíma um næstu helgi og mun koma inn tilkynning þegar nær dregur

KA andlitsgrímur til sölu!

Nú er að hefjast sala á KA andlitsgrímum sem uppfylla öll skilyrði almannavarna og því um að gera að tryggja öryggi sitt og annarra á sama tíma og þú sýnir félaginu þínu stuðning!

Haustfríi að ljúka, æfingar hefjast á laugardaginn

Æfingar yngri flokka KA í knattspyrnu hafa verið í haustfríi undanfarnar vikur en hefjast á nýjan leik laugardaginn 17. október. Frábær árangur náðist í sumar hjá liðum KA og eru gríðarlega spennandi tímar framundan í fótboltanum hjá okkur

Covid19 ráðstafanir í KA-heimilinu

Við viljum minna alla á að huga að eigin sóttvörnum og ef að hægt er að leysa erindi þitt í KA-heimilið með símtali eða tölvupósti bendum við á að nota þá leið frekar en að koma í húsið.

Jajalo framlengir við KA út 2022

Kristijan Jajalo skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við Knattspyrnudeild KA og er því samningsbundinn út sumarið 2022. Þetta eru ákaflega jákvæðar fréttir enda hefur Jajalo staðið fyrir sínu í rammanum frá því hann gekk til liðs við KA fyrir sumarið 2019

KA/Þór með glæsileg náttföt til sölu

Kvennalið KA/Þórs í handboltanum er farið af stað með sölu á KA og Þórs náttfötum fyrir krakka sem og náttbuxur fyrir alla. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að fjárfesta í þessum glæsilegu náttfötum/náttbuxum og styrkja í leiðinni okkar frábæra lið

Arnar Grétarsson framlengir við KA

Arnar Grétarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Knattspyrnudeild KA og mun því áfram stýra KA. Arnar sem tók við liðinu í júlí síðastliðnum hefur komið af miklum krafti inn í starfið og aðeins tapað einum leik í Pepsi Max deildinni og híft liðið upp töfluna

Handboltaskólinn í fríi um helgina

Handboltaleikjaskóli KA fer í smá frí vegna Covid stöðunnar og verður því ekki tími á sunnudaginn. Handboltaleikjaskólinn er nýtt framtak hjá Handknattleikdeild KA sem gefur krökkum fædd árin 2015-2017 tækifæri á að hreyfa sig og fá smjörþefinn af því að æfa handbolta en skólinn fer iðulega fram kl. 10:00 í Naustaskóla á sunnudögum

Orðsending vegna júdóæfinga næstu daga

Mikilvægasta vörnin gegn COVID-19 í tengslum við æfingar er að farið sé eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda eins og nokkur kostur er. Heimilt er að stunda keppnisíþróttir og við stefnum því á að halda úti júdóæfingum eins og kostur er. Undanþága frá 1 metra reglu fyrir iðkendur og þjálfara gildir aðeins á æfingasvæðinu, ekki utan þess.

Myndaveisla frá mikilvægum sigri Þórs/KA

Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Selfyssingum í Pepsi Max deild kvenna er liðin mættust í Boganum á sunnudaginn. Baráttan í deildinni er gríðarlega hörð og skiptir hvert einasta stig gríðarlega miklu máli en nú eru aðeins tvær umferðir eftir af deildinni