30.09.2020
Brynjar Ingi Bjarnason framlengdi í dag samning sinn við Knattspyrnudeild KA og er hann nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2023. Þetta eru gríðarlega góðar fréttir enda hefur Brynjar verið frábær í vörn KA í sumar og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér
28.09.2020
Nú er í gangi frábært tilboð þar sem þú færð áskrift að Stöð 2 Sport Ísland á sama tíma og þú styrkir handknattleiksdeild KA. Með áskrift að Stöð 2 Sport Ísland færð þú aðgang að öllu íslensku efni á stöðinni og mánaðarverðið er aðeins 3.990 kr. á mánuði
27.09.2020
KA fór langleiðina með að tryggja sér áframhaldandi veru í efstu deild með 2-4 útisigri á Gróttu á Seltjarnarnesi í dag. Með sigrinum lyfti liðið sér upp í 8. sætið og á leik til góða á ÍA sem er í 7. sætinu
27.09.2020
KA tók á móti Gróttu í KA-Heimilinu í gær í 3. umferð Olís deildar karla í handbolta. Leikir beggja liða í upphafi tímabilsins hafa verið gríðarlega jafnir og spennandi og það varð heldur betur raunin í gær. Liðin skiptust á að leiða og fengu þeir sem voru svo heppnir að ná miða á leikinn svo sannarlega eitthvað fyrir peninginn
27.09.2020
KA sækir Gróttu heim í Pepsi Max deildinni klukkan 16:15 á Vivaldi vellinum í dag. Það má heldur betur setja leikinn upp sem sex stiga leik en fyrir leikinn eru heimamenn í Gróttu í fallsæti með 8 stig en KA er með 16 stig og hefur auk þess leikið einum leik færra
26.09.2020
Miðasala á leik KA og Gróttu í Olís deild karla í handboltanum hófst klukkan 12:00 í dag og lauk átján mínútum síðar. Vegna Covid reglna getum við aðeins fengið 101 áhorfanda í KA-Heimilið og ljóst að mun færri komast að en vildu
26.09.2020
Baráttan heldur áfram í Olís deild kvenna í dag þegar KA/Þór sækir FH heim í Kaplakrika klukkan 18:00. Stelpurnar töpuðu síðasta leik og eru staðráðnar í að koma sér beint aftur á beinu brautina með sigri gegn baráttuglöðu liði FH
26.09.2020
Þór/KA sækir FH heim í hreinum sex stiga leik í fallbaráttunni í Pepsi Max deild kvenna í fótboltanum. Eftir erfitt gengi að undanförnu eru stelpurnar staðráðnar í að koma sér aftur á beinu brautina og það hefst í dag
25.09.2020
Ívar Örn Árnason framlengdi í dag samningi sínum við Knattspyrnudeild KA og er hann nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2023. Þetta eru ákaflega jákvæðar fréttir enda er Ívar öflugur varnarmaður og ekki síst frábær karakter sem gefst aldrei upp
25.09.2020
KA tekur á móti Gróttu í spennuleik í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, klukkan 17:00 í 3. umferð Olís deildar karla. Strákarnir hafa byrjað veturinn vel og eru með þrjú stig af fjórum mögulegum og ætla sér að sækja önnur tvö með ykkar stuðning