Fréttir

Þór og KA drógust saman í bikarnum

Dregið var í 32-liða úrslit Coca-Cola bikars karla í handbolta í morgun og má með sanni segja að KA liðið hafi fengið stórleik. Niðurstaðan er útileikur gegn nágrönnum okkar í Þór og verður leikið þriðjudaginn 6. október, við fáum því þrjá nágrannaslagi í vetur gott fólk

Handboltaleikjaskóli á sunnudögum í vetur

Handknattleikdeild KA ætlar að bjóða krökkum fædd árin 2015-2016 upp á bráðskemmtilegan handbolta- og leikjaskóla á sunnudögum klukkan 10:00-10:45 í íþróttahúsi Naustaskóla í vetur

Hópferð á Fjölnir - KA um helgina

KA vann frábæran 2-0 sigur á Fylki á sunnudaginn í Pepsi Max deildinni og sótti þar dýrmæt þrjú stig. Framundan er hinsvegar annar mikilvægur leikur er strákarnir sækja Fjölnismenn heim á laugardaginn klukkan 14:00

Höldur og Handknattleiksdeild framlengja um 2 ár

Bílaleiga Akureyrar Höldur og Handknattleiksdeild KA framlengdu á dögunum samning sinn um tvö ár. Þá var einnig framlengdur styrktarsamningur Hölds og KA/Þórs og og heldur því farsælt samstarf handboltans með Höldi næstu árin

4. flokkur KA Íslandsmeistari (myndir og myndband)

Strákarnir í 4. flokki gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-2 baráttusigur í úrslitaleik Íslandsmótsins sem fram fór á Greifavellinum í dag og hömpuðu þar með sjálfum Íslandsmeistaratitlinum. Strákarnir sýndu mikinn karakter eftir að hafa lent undir og sneru leiknum sér ívil

Sveinn Margeir framlengir út 2023

Sveinn Margeir Hauksson og Knattspyrnudeild KA hafa framlengt samning sinn og er Sveinn nú samningsbundinn KA út sumarið 2023. Þetta eru frábærar fréttir enda Sveinn gríðarlega efnilegur og öflugur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér

Íslandsmeistaratitillinn í húfi á morgun!

KA tekur á móti Stjörnunni í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í 4. flokki karla í fótbolta á Greifavellinum á morgun þriðjudag. Strákarnir eru búnir að vera frábærir í sumar og ætla að tryggja titilinn á heimavelli!

Myndaveislur frá 2-0 sigri KA á Fylki

KA tryggði sér dýrmæt þrjú stig á Greifavellinum í gær þegar liðið lagði Fylkismenn 2-0 að velli í Pepsi Max deildinni. Hallgrímur Mar Steingrímsson kom KA yfir strax á fyrstu mínútu leiksins og eftir rúmlega hálftíma leik tvöfaldaði Ásgeir Sigurgeirsson forystu liðsins

KA Ofurbikarmeistari í blaki karla 2020

Karlalið KA gerði sér lítið fyrir og hampaði Ofurbikarnum um helgina eftir sigur á Aftureldingu í úrslitaleik eftir mikinn spennuleik. KA byrjaði betur og komst í 2-0 en gestirnir gáfust ekki upp og knúðu fram oddahrinu þar sem KA vann að lokum 15-12 og leikinn þar með 3-2

Karlalið KA í úrslit Ofurbikarsins

Á morgun er komið að úrslitastundinni í Ofurbikarnum í blaki sem fer fram hér á Akureyri um helgina. Karlalið KA tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á morgun og virðist liðið vera að koma sér betur og betur í takt eftir tap í fyrsta leik mótsins