24.12.2020
Knattspyrnufélag Akureyrar óskar félagsmönnum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Á sama tíma viljum við þakka fyrir frábæran stuðning sem og alla þá ómetanlegu sjálfboðavinnu sem unnin var fyrir félagið á árinu sem nú er að líða
22.12.2020
Nú þegar jólahreingerningin er komin á fullt er handknattleiksdeild KA komin með gám við KA-Heimilið þar sem hægt er að losa sig við flöskur og dósir. Það er því um að gera að losa sig við flöskurnar á einfaldan og þægilegan hátt á sama tíma og þú styður við KA
16.12.2020
Nú þegar árið 2020 líður senn undir lok er komið að því að gera þetta óhefðbundna íþróttaár upp. Fyrr á árinu voru gerðar breytingar á útnefningu íþróttamanns KA og verður nú í fyrsta skiptið valinn íþróttakarl og íþróttakona félagsins
16.12.2020
Böggubikarinn verður afhendur í sjöunda skiptið á 93 ára afmæli KA í janúar. Alls eru sjö ungir iðkendur tilnefndir fyrir árið 2020. Þá verður í fyrsta skiptið valinn þjálfari og lið ársins hjá félaginu og eru 6 lið og 8 þjálfarar tilnefndir til verðlaunanna
16.12.2020
Brynjar Ingi Bjarnason hefur verið valinn besti leikmaður KA sumarið 2020 en Brynjar Ingi sem er nýorðinn 21 árs stóð fyrir sínu og rúmlega það í vörn KA liðsins. Brynjar lék alla 20 leiki KA í deild og bikar á nýliðnu sumri og skoraði auk þess sín fyrstu tvö mörk fyrir félagið
16.12.2020
Nú styttist í jólafrí hjá fimleikafélaginu. Laugardagshóparnir okkar fóru í jólafrí síðastliðin laugardag eftir góða heimsókn frá hressum jólasveinum. Aðrir hópar (A-hópar, M-hópar, Parkour, I5, K3 og F3-F5) fara í jólafrí á föstudaginn kemur 18. desember. Gerð var forsrkráning hjá keppnishópum þar sem þeim var gert kleyft að mæta á æfingar vikuna fyrir jól og milli jóla og nýjárs. Þeir sem skráðu sig á þær æfingar þurfa að fygljast vel með á Sportabler þar sem æfingatími verður óhefðbundinn og settur þar inn.
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að árið 2020 hefur reynst erfitt í marga staði og þar er almenn íþróttaiðkun ekki undaskilin. Æfingar hafa fallið niður í langan tíma vegna þeirra sóttvarna sem gripið hefur verið til í landinu. Til að koma til móts við iðkendur vegna æfingataps hefur stjórn Fimleikafélagsins tekið ákvörðun um að framlengja haustönnina til 17. janúar 2021. Þeir sem hafa greitt æfingagjöld fyrir haustönn geta því æft fram í janúar. Vorönn hefst 19. janúar 2021.
15.12.2020
Smelltu á fréttina til að sjá vinningshafa í happadrætti handknattleiksdeildar KA og KA/Þór
Nálgast má vinningana í KA-heimilinu frá klukkan 16:00 á miðvikudaginn 16.desember og fram að Þorláksmessu gegn framvísun vinningsmiðans.
14.12.2020
Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu er með glæsilegar KA jólakúlur til sölu en kúlan er fallega blá, 7 cm með gullslegnu KA merki og gylltum borða. Jólakúlan kemur í fallegum kassa, kostar 3.000 kr og rennur allur ágóði af sölunni til yngriflokka KA í knattspyrnu
12.12.2020
Hallgrímur Jónasson hefur skrifað undir nýjan samning við Knattspyrnudeild KA og verður því áfram aðstoðarþjálfari liðsins. Arnar Grétarsson tók við stjórn sem aðalþjálfari liðsins í sumar og hefur samstarf þeirra Arnars og Hallgríms gengið afar vel og mjög jákvætt að njóta áfram krafta þeirra á komandi tímabili
11.12.2020
Handboltaleikjaskólinn fer í gang aftur á sunnudaginn. Hann verður þó með breyttu sniði sökum COVID19.
Aðeins börn sem treysta sér að vera án foreldra sinna á meðan æfingunni stendur eru hvött til þess að koma.