Fréttir

Leikjum dagsins frestað vegna veðurs

Leikjum dagsins hefur verið frestað vegna veðurs en til stóð að KA/Þór myndi mæta Val í toppslag Olísdeildar kvenna í handbolta og að KA myndi mæta KF í Kjarnafæðismóti karla í fótbolta.

Sebastiaan Brebels til liðs við KA

Knattspyrnudeild KA samdi í dag við Belgann Sebastiaan Brebels. Sebastiaan er 26 ára miðjumaður sem kemur til liðs KA frá Lommel í Belgíu

Skráningar í FIMLEIKA

Nú er Vorönn hafin hjá okkur. Laust er í nokkar hópa fyrir nýskráningar vegna brottfalla. Það er laust í alla leikskólahópa, einnig í 6-8 ára bæði kyn, og Parkour. Við hvetjum fólk til að hafa samband við okkur á skrifstofa@fimak.is ef það óskar eftir upplýsingum. Það má skilja eftir símanúmer og biðja okkur að hringja ef þið kjósið heldur að ræða við einhvern um starfið. Allir 6 ára og eldri sem voru á haustönn eru sjálfkrafa skráðir áfram en þurfa samt sem áður að skrá sig í Nora til að ganga frá greiðslu. Opnað verður fyrir Nora hjá 6 ára og eldri um helgina. 3-5 ára þarf að skrá á hverja önn og er það gert í gegnum Nora https://fimak.felog.is/ , búið er að opna fyrir skráningu þar. Nýskráningar 6 ára og eldri fara hins vegar fram í gegnum skráningarform á heimasíðu félagsins https://www.fimak.is/is/skraning-idkenda Við höfum svo samband þegar við finnum út hvaða hópur hentar barninu best m.t.t. til aldurs.

Mateo 2. í kjöri íþróttakarls Akureyrar

Íþróttabandalag Akureyrar stóð í dag fyrir kjöri íþróttakarls og íþróttakonu Akureyrar fyrir árið 2020. Tíu íþróttakarlar og tíu íþróttakonur komu til greina og fór á endanum svo að Miguel Mateo Castrillo varð annar hjá körlunum og Gígja Guðnadóttir í þriðja hjá konunum, bæði koma þau frá blakdeild KA

íþróttamaður Akureyrar fór fram 20. janúar

Þann 20. janúar fór fram kjörið um íþróttamann Akureyrar árið 2020. Fyrir valinu urðu Aldís Kara Bergsdóttir listskautakona í Skautafélagi Akureyrar og Viktor Samúelsson kraftlyftingamaður. Sú nýbreytni á valinu varð fyrir tveim árum að aðildafélög ÍBA senda inn tilnefningar til ÍBA og Afrekssjóðsnefnd fer yfir tilnefningar og velur 10 efstu fyrir hvort kyn. Fimleikafélagið hefur ekki alltaf getað sent inn tilnefningar þar sem aldursviðmið er 16 ára. Í ár erum við stolt af því að hafa tilnefnt 3 iðkendur í valið sem er ákveðin sigur fyrir okkar félag. Því miður þá var ekkert af þeim valið inn sem 10 efstu en við erum engu að síður afar stolt af þessum krökkum sem hafa náð gríðarlega langt í sinni grein og spennandi að fylgjast með hvert þau stefna í framtíðinni.

Myndaveisla frá stórsigri KA/Þórs á HK

KA/Þór fékk HK í heimsókn í Olísdeild kvenna í handbolta í gær. Aðeins munaði einu stigi á liðunum fyrir leikinn en þau börðust hart um sæti í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og reiknuðu því flestir með hörkuleik

KA/Þór fær HK í heimsókn kl. 18:00

Baráttan heldur áfram í Olís deild kvenna í handboltanum í kvöld þegar KA/Þór fær HK í heimsókn. Athugið að engir áhorfendur eru leyfðir á leikjum þessa dagana en þess í stað verður leikurinn í beinni og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála

Myndaveisla frá sigri KA á Álftanes

Kvennalið KA í blaki vann góðan 3-1 sigur á Álftanesi í KA-Heimilinu í gær er liðin mættust í Mizunodeildinni. Þetta var fyrsti leikurinn í ansi langan tíma eftir Covid pásu en það kom ekki að sök og stelpurnar sýndu flottan leik sem tryggði þrjú mikilvæg stig

Heimaleikur hjá stelpunum í dag

KA tekur á móti Álftanes í Mizunodeild kvenna í blaki klukkan 15:00 í KA-Heimilinu í dag. Þetta er fyrsti leikur stelpnanna eftir Covid pásuna og verður gaman að sjá hvernig liðið okkar mætir til leiks

Þór/KA hefur leik í Kjarnafæðismótinu

Undirbúningstímabilið í fótboltanum er farið af stað og klukkan 15:00 hefur Þór/KA leik á Kjarnafæðismótinu þegar liðið mætir Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í Boganum. Þetta er fyrsti leikur liðsins frá því að keppni í sumar var aflýst